Eins og hálfs milljarðs halli
Ráðist var í uppsagnir vegna slæmrar fjárhagsstöðu og telur embættið slíkt hafa verið óhjákvæmilegt. Einnig hafi heldur ekki verið hægt að ráða í stöður sem voru lausar eða framlengja tímabundna ráðningu starfsmanna. Í síðustu viku kom í ljós að einum ráðgjafa, Þórunni Óðinsdóttur í gegnum félagið Intru, þar sem hún er eini starfsmaðurinn hafði verið greiddar 190 milljónir fyrir ýmis viðvik, eins og versla við Rúmfatalagernum ofl, þar sem eiginmaður ráðgjafans er stjórnarformaður
Í tilkynningu embættisins segir að áætlaður hallis sé upp á einn og hálfan milljarð króna samtals, árin 2023 til 2025, eða 5,4% af 27,4 milljarða króna veltu stofnunarinnar þessi ár.
Þá kemur einnig fram að gripið hafi verið til niðurskurðar og hagræðingaraðgerða.
„Hafa þær tekið mið af forgangsröðun verkefna með tilliti til viðvarandi verkefnaálags. Þá hefur verið skoðað að sameina eða hætta verkefnum, endurskoða samninga og innkaup, styrkja innra eftirlit og vinna með dómsmálaráðuneytinu að því að aðlaga ramma að fjárlögum ársins 2026,“ segir í tilkynningu ríkislögreglustjóra.

