Covid 19 – Ein af ástæðum þess að við erum að sjá fjölda smita utan sóttkvíar byggð á minni persónulegu reynslu á klúðurslegu ferli og er það vægt til orða tekið. Fyrir ca. 2 vikum síðan fékk ég upplýsingar frá smituðum aðila að hann hefði greinst með Covid19, þetta var á laugardegi. Sagði þessi aðili mér að rakningarteimið myndi hafa samband við mig á morgun (sunnudag), sá dagur líður og ég hugsa, þetta er sunnudagur og ég gef þeim mánudaginn, en nei engin hafði samband við mig.
Þannig að á mánudagskvöldi sendi ég fyrirspurn inni á covid.is síðuna sem var á þá leið að ég hefði verið í samskiptum við smitaðan aðila en engin haft samband til að skrá mig í sóttkví.
Èg fékk staðlað svar um að ef ég hefði verið í svona eða hinsegin samskiptum við sýktan aðila ætti ég jú að vera i sóttkví. Það yrði sjálfkrafa haft samband við mig til að boða mig i sýnatöku. Þarna hugsa ég, bíddu, ekki er èg boðuð í sýnatöku án þess að vera skráð i sóttkví?? Þetta svar bara stóðst ekki almenna skynsemis úttekt.
Hèr er enn þriðjudagur og um kvöldið hringi ég á læknavaktina og segi frá þessum samskiptum og að enn hafi engin haft samband til að skrá mig i sóttkví. Svör læknavaktarinnar voru þau að nei nei, þetta væru ekki rèttar upplýsingar. Ég ætti að fara inn á heilsuveru.is og skrá mig sjálf í sóttkvi og einnig í sýnatöku í Orkuhúsið á morgun, miðvikudag, til að fá tíma á fimmtudaginn.
Ég spurði hvort ég ætti að panta tíma í röðina eða inngangin með einkenni. Svarið var ,,í röðina, ekki einkenna, sýnatöku megin.“ Hér vil ég benda á að það er hvorugt hægt að gera inni á heilsuveru!!!! Auk þess sem sóttkví á að vara i 7 daga en ekki 6 daga.
Hér er komin miðvikudagur, og en engin búin að hafa samband. Hér ákveð ég að tala við heilsugæsluna mína og þar loksins fékk ég einhver rétt svör.
En rakningarteimið hafði ekki samband við mig fyrr en klukkan 22.00 á fimmtudagskvöldi, 5 dögum eftir að sá einstaklingur sem ég var í samskiptum við lét mig vita!
Hefði getað þvælst um allan bæ með Covid19
Hefði hann ekki látið mig vita þá hefði ég á þessum fimm dögum, getað þvælst um allan bæ alveg óafvitandi að ég ætti að vera i sóttkví og smitað hér fullt að fólki ef ég hefði greynst jákvæð😡
Þetta er algert ábyrgðarleysi af hálfu sóttvarnar yfirvalda og ég skila skömminni fyrir fjölgun smita utan sóttkvíar í heimahús þeirra.
Að sóttvarnarteymið hendi svo ábyrgðinni á að við almenningur séum ekki að passa okkur nægilega og það þurfi að herða aðgerðir. Væri ekki nær að líta sér nær og taka til í sínum heima húsum og fjölga starfsmönnum í rakningu!!! Og kanski lámark að þeir aðilar sem svari fyrirspurnum viti eithvað um verkferla sem ber að fylgja.
Báran er aldrei stök svo mitt tilfelli er örugglega ekki einsdæmi. Og þessi reynsla segir mér að það er langt frá þvi vel staðið að þessum málum. Eftir þessa reynslu er ég ekki hissa á fjölgun smita utan sóttkvíar. Skráð i sóttkví 1.5 degi áður en ég losna úr því með sýnatöku. SKAMMIST YKKAR, deilist að vild!!!