Aðalmeðferð í skáksambandsmálinu svokallaða fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur kl. 9:15 í dag. Þrír eru ákærðir í málinu fyrir tilraun til innflutnings fíkniefna frá Spáni.
Málið kom upp í byrjun janúar á síðasta ári eins og Fréttatíminn greindi þá fyrstur frá. Tveir ákærðu neita sök en sá þriðji játaði sök að hluta við þingfestingu málsins.
Sigurður Ragnar Kristinsson er ákærður fyrir að hafa skipulagt og fjármagnað innflutning á fimm kílóum af amfetamíni frá Spáni. Hann játaði aðild að málinu við yfirheyrslur hjá lögreglu en neitaði sök þegar að málið var þingfest í Héraðsdómi og hann sagðist þá, ekki hafa vitað að fíkniefni væru í sendingunni sem barst skáksambandinu.
Umræða