Fjórir létust og 47 manns slösuðust í öflugri gassprengingu í verslunargötu í miðborg Parísar sem að Fréttatíminn greindi frá í morgun. þar af voru tveir þeirra látnu slökkviliðsmenn og tveir eru almennir borgarar. Sprengingin var svo öflug að byggingin þar sem sprengingin varð hrundi að hluta og brotnuðu rúður í nærliggjandi húsum og bílum.
Christophe Castaner, innanríkisráðherra Frakklands, staðfesti fjölda látinna í dag á blaðamannafundi. ,,Þegar slökkviliðsmenn voru að leita að gasleka í byggingunni varð svakaleg sprenging,“ sagði hann. Einn slökkviliðsmannanna hafi verið fastur í húsarúst í nokkrar klukkustundir. Tíu manns eru alvarlega slasaðir en enginn þeirra lífshættulega. 37 aðrir eru minna slasaðir.
Á meðan Castaner ræddi við fjölmiðla gengu mótmælendur í gulu vestunum um götur hverfisins en lögreglan var með hátt viðbúnaðarstig í París í dag, níunda laugardaginn í röð, vegna mótmæla.
Umræða