Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR hvetur núverandi kynslóð á vinnumarkaði til þess að kasta gamla kerfi einokunar, okurvaxta og verðtryggingar út á hafsauga í pistli sínum og segist standa og falla með þá hugsjón að leiðarljósi. Að við fáum sömu lánakjör og hjá siðmenntuðum þjóðum. Jafnframt vill hann að sama kynslóð geri Landsbankann að Samfélagsbanka sem að reyndar 85% þjóðarinnar vill skv. svörum þeirra sem að svöruðu í könnun árið 2016.
,,Nú höfum við almenningur, í gegnum stéttarfélögin, einstakt tækifæri. Tækifæri sem mun ekki koma aftur næstu árin í það minnsta.
Tækifæri til að standa saman um brýnasta hagsmunamál almennings og heimilanna.
Við getum orðið kynslóðin sem leysti þjóðina úr viðjum okurvaxta og verðtryggingar.
Kynslóðin sem með órjúfanlegri samstöðu sinni þrýsti á að Landsbankinn var gerður að samfélagsbanka, staðsettur á öðrum stað en í 9 milljarða glerhöll á dýrasta byggingareit landsins.
Kynslóðin sem barðist fyrir og náði fram sambærilegum lánakjörum og gerist í nágrannalöndunum.
Ég ætla ekki að láta mitt eftir liggja í þessari baráttu og er tilbúinn til að standa og falla með raunverulegum aðgerðum í vaxta og verðtryggingarmálum við gerð komandi kjarasamninga og er eitt helsta baráttumálið í kröfugerð VR.
Eina leiðin til árangurs er órjúfanleg sátt og samstaða okkar gegn þessu ömurlega óréttlæti.
Ert þú með? Ert þú tilbúinn að leggja þitt af mörkum með því að standa þétt með verkalýðsforystunni í þessari vegferð? Setja strik í sandinn og segja nú er nóg komið, nú verður þessu breytt?
Ég er til! “ Segir Ragnar Þór.
Tengt efni:
https://www.fti.is/2019/02/01/vilja-85-islendinga-enntha-ad-rikisbankarnir-verdi-samfelagsbankar-eda-eigum-vid-ad-einkavinavaeda-hundrud-milljarda-groda/