Flestir hafa sent skilaboð á Facebook til rangra aðila, eða skilaboð með stafsetningarvillum eða hreinlega að sendandinn vilji taka orð sín til baka sem að þegar hafa verið send.
Í dag mun Facebook setja inn nýja uppfærslu sem gefur þér tækifæri til að eyða færslu sem að send hefur verið í gegnum samskiptaforritið Messenger á Facebook. Notandinn hefur tíu mínútur til þess að eyða færslunni, eftir að skilaboðin hafa verið send, segir Facebook Messenger í fréttatilkynningu. Með því að smella á skilaboðin, birtast nokkrir valkostir neðst á skjánum. Einn af valkostunum er að „eyða“. Þá færðu tvo nýja valkosti – þú getur annað hvort eytt skilaboðunum fyrir „allt“ spjallið eða bara fyrir „þig“. Nýjir eiginleikar verða í boði í dag í nýjustu útgáfunni af Messenger fyrir IOS og Android.
Með nýju uppfærslunni ætti að vera hægt að fjarlægja skilaboð sem þú iðrast eða kærir þig ekki um að hafa á alnetinu. En það kom í ljós í fyrra að skilaboð sem fólk hafði fengið frá stofnanda og eiganda Facebook, Mark Zuckerberg hurfu úr pósthólfinu í Messenger. Skilaboðin sem fólkið sjálft hafði skrifað hurfu ekki.
Margir sem voru að spjalla við Mark Zuckerberg komust að því að skilaboðin sem hann hafði skrifað hurfu og höfðu orð á því opinberlega.
Nokkrum mánuðum síðar gaf Facebook út nýjar áætlanir um nýja uppfærslu sem myndi leyfa venjulegum notendum að gera það sama.
Nú verður það mögulegt. Fyrirtækið segir í yfirlýsingu að ,,nýji eiginleikinn byggist á aðferð Zuckerbergs, en hafi fengið nokkrar úrbætur með meiri virkni“.
Fjarlægð af netþjónum
Skilaboðum sem hefur verið eytt „fyrir alla“ mun verða eytt út af netþjónum Facebook með tímanum. Skilaboðin verða geymd í takmarkaðan tíma til þess að geta skoðað þau af hálfu stjórnenda Facebook, í þeim tilfellum sem að um afbot er um að ræða eða ef að einhver hefur tilkynnt skilaboðin. Vinirnir sem að þú talaðir við geta einnig séð að þú hefur eytt skilaboðunum.
Síðasta sumar hóf Snapchat svipaða útfærslu sem gerir notendum kleift að eyða sendum skilaboðum og á Snapchat geta vinir einnig séð hvort þú hafi fjarlægt skilaboð. Messenger útfærslan hefur verið prófuð frá því í október og hefur verið í boði fyrir notendur í löndum eins og Póllandi, Bólivíu, Litháen og Kólumbíu síðan þá.
Hér er hægt að sjá fréttatilkynninguna