• Auglýsingar
  • Fréttaskot
  • Hafa samband
  • Styrkja
  • Innskráning
  • Nýskráning
Sunnudagur, 31. ágúst 2025
FRÉTTATÍMINN
  • Forsíða
  • Fréttir
    • Innlent
    • Erlent
    • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Veiði
  • Afþreying
  • Neytendur
  • Forsíða
  • Fréttir
    • Innlent
    • Erlent
    • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Veiði
  • Afþreying
  • Neytendur
No Result
View All Result
FRÉTTATÍMINN
No Result
View All Result
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur

 

 

Formaður Eflingar sakar seðlabankastjóra um að berja niður baráttu verkafólks með hótunum

Ritstjórn skrifað af Ritstjórn
6. febrúar 2019
in Ferðaþjónusta, Fréttir, Innlent
A A
0

Formaður Eflingar sakar seðlabankastjóra um að berja niður baráttu verkafólks með hótunum og að verkalýðsfélögin muni ekkert slá af kröfum sínum

Í viðtali við RÚV segist framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins taka undir með seðlabankastjóra að verkföll og miklar launahækkanir verði áfall fyrir efnahagslífið.
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA segir í viðtalinu að of snemmt sé að segja til um hvort innlegg seðlabankastjóra hafi áhrif á gang kjaraviðræðna. „Það er full ástæða til að taka mark á seðlabankastjóra. Trúverðugleiki Seðlabankans er mikill,“ sagði Halldór.
Forystufólk í verkalýðshreyfingunni vísar því á bug að kröfur þeirra í kjarasamningum séu ógn við hagkerfið. „Þetta sýnir okkur að fólk er tilbúið til að nota hótanir til að berja niður mjög réttmæta baráttu fyrir efnahagslegu réttlæti,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar í viðtali við RÚV.
Þá var Sólveig Anna Jónsdóttir  spurð: ,,En ætlið þið ekki að taka mark á orðum Seðlabankastjóra? Ætlar Seðlabankastjóri ekki að taka mark á orðum okkar? Við segjum og stöndum við það að þau efnahagslegu skilyrði eru óásættanleg og við krefjumst efnahagslegs réttlætis. Við munum ekki kvika frá okkar kröfum,“ sagði hún.
Þá var hún spurð um hvort að hún teldi að kröfurnar gætu verið að ógna hagkerfinu? „Nei, sannarlega ekki. Við erum bara einbeitt í okkar baráttu og við ætlum ekki að slá neitt af,“ bætir Sólveig Anna við.

Skorum á stjórnvöld að stofna samfélagsbanka – það verði liður í því að stemma stigu við vaxtaokri hér á landi

Einnig var rætt við Drífu Snædal sem hafði þetta að segja: „Við höfum ekki talið sem svo að þær kröfur að fólk geti lifað hér mannsæmandi lífi, ógni hagkerfinu,“ sagði Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Hún segir að Alþýðusambandið hafi áhyggjur af vaxtakostnaðinum.
„Við vorum að samþykkja hjá miðstjórn ASÍ ályktun þar sem við skorum á stjórnvöld að stofna samfélagsbanka. Við tókum undir þær raddir sem hafa heyrst að breyta Landsbankanum í samfélagsbanka sem verði óhagnaðardrifinn og það verði liður í því að stemma stigu við vaxtaokri hér á landi,“ bætir Drífa við.
https://www.fti.is/2019/02/06/althydusambandid-skorar-a-stjornvold-ad-stofna-ohagnadardrifinn-samfelagsbanka/

Umræða
ShareTweet
Ritstjórn

Ritstjórn

AUGLÝSING
  • ,,Einn mesti glæpamaður sögunnar hverfur brátt af sviðinu“

    ,,Einn mesti glæpamaður sögunnar hverfur brátt af sviðinu“

    24 deilingar
    Share 10 Tweet 6
  • Áskrifandi að kvóta og leigir fyrir milljónir af sundlaugabar í sólarlöndum

    57 deilingar
    Share 23 Tweet 14
  • Tuttugu starfsmönnum Play sagt upp

    4 deilingar
    Share 2 Tweet 1
  • Vindorkan hefur eyðilagt landið

    10 deilingar
    Share 4 Tweet 3
  • ,,Ætla nú að reyna að stela 180 milljóna fasteign – Féflettu þrjá tengdasyni“

    1402 deilingar
    Share 561 Tweet 351
AUGLÝSING

Fréttatíminn © 2023

Hæ!

Login to your account below

Gleymt Lykilorð Nýskráning

Create New Account!

Fill the forms bellow to register

Fylla þarf út alla reiti. Skrá inn

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Skrá inn

Add New Playlist

No Result
View All Result
  • Fréttir
    • Innlent
    • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur

Fréttatíminn © 2023

Are you sure want to unlock this post?
Unlock left : 0
Are you sure want to cancel subscription?