Gerð verður tillaga á aðalfundi Landsbankans að greiddur verði út 9,9 milljarða króna arður til hluthafa vegna ársins 2018 skv. ársuppgjöri bankans sem birt var nú eftir lokun markaða í dag. Hagnaður bankans á síðasta ári nam 19,3 milljöruðm króna eftir skatta, samanborið við 19,8 milljarða króna árið á undan.
Ríkissjóður á 98,2% og bankinn á sjálfur 1,56% hlutafjár en aðrir hluthafar eiga samtals 0,24%. Þannig að bankinn er nánast 100% í eigu þjóðarinnar.
Heildareignir Landsbankans jukust um rúmlega 133 milljarða króna á milli ára og voru í árslok 2018 alls 1.326 milljörðum króna. Útlán jukust um 15 prósent milli ára, eða um tæplega 139 milljarða króna. Útlán jukust bæði til einstaklinga og fyrirtækja og um síðustu áramót voru innlán frá viðskiptavinum 693 milljarðar króna.
Tengt efni:
https://www.fti.is/2019/01/25/landsbankinn-verdi-samfelagsbanki-almenningur-er-ordinn-langthreyttur-a-vaxtaokri-og-spillingu-i-bankakerfinu/
Tengt efni:
https://www.fti.is/2019/01/25/landsbankinn-verdi-samfelagsbanki-almenningur-er-ordinn-langthreyttur-a-vaxtaokri-og-spillingu-i-bankakerfinu/
Umræða