• Auglýsingar
  • Fréttaskot
  • Hafa samband
  • Styrkja
  • Innskráning
  • Nýskráning
Sunnudagur, 6. júlí 2025
FRÉTTATÍMINN
  • Forsíða
  • Fréttir
    • Innlent
    • Erlent
    • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Veiði
  • Afþreying
  • Neytendur
  • Forsíða
  • Fréttir
    • Innlent
    • Erlent
    • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Veiði
  • Afþreying
  • Neytendur
No Result
View All Result
FRÉTTATÍMINN
No Result
View All Result
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur

 

 

Verðlag á Íslandi í flestum tilfellum hærra en á hinum Norðurlöndunum

Ritstjórn skrifað af Ritstjórn
11. febrúar 2019
in Fréttir, Innlent, Viðskipti
A A
0

Mikil umræða hefur skapast um verðkönnun sem verðlagseftirlit ASÍ gerði í höfuðborgum Norðurlandanna fimm og birti í síðustu viku. Í þeirri könnun voru borin saman verð á 18 vörutegundum sem teljast til grunnþarfa á hefðbundnu heimili. Niðurstaðan var ótvíræð. Þessi tiltekna vörukarfa sem ASÍ setti saman var dýrust á Íslandi svo munaði tugum prósenta. Þessa könnun ASÍ hafa sumir verið að bera saman við rannsóknir Eurostat á vöruverði þar sem verið er að skoða mun fleiri vörutegundir í mismunandi tegundum verslana bæði í dreifbýli og þéttbýli. Í stuttu máli er um ólíka aðferðafræði að ræða. Niðurstöður Eurostat komu ASÍ ekki á óvart, þvert á móti voru þær tilefni verðkönnunar ASÍ.
Gagnrýni byggð á misskilningi
Mikil umræða hefur skapast um verðkönnun sem verðlagseftirlit ASÍ gerði í höfuðborgum Norðurlandanna fimm og birti í síðustu viku. Í þeirri könnun voru borin saman verð á 18 vörutegundum sem teljast til grunnþarfa á hefðbundnu heimili. Niðurstaðan var ótvíræð. Þessi tiltekna vörukarfa sem ASÍ setti saman var dýrust á Íslandi svo munaði tugum prósenta.
Þessa könnun ASÍ hafa sumir verið að bera saman við rannsóknir Eurostat á vöruverði þar sem verið er að skoða mun fleiri vörutegundir í mismunandi tegundum verslana bæði í dreifbýli og þéttbýli. Í stuttu máli er um ólíka aðferðafræði að ræða. Niðurstöður Eurostat komu ASÍ ekki á óvart, þvert á móti voru þær tilefni verðkönnunar ASÍ.
Munur á niðurstöðum Eurostat og könnun verðlagseftirlits ASÍ
Samkvæmt niðurstöðum Eurostat er matvara dýrust í Noregi af Norðurlöndunum. Ísland er þar með næst hæsta verðlagið, Danmörk í þriðja sæti, Svíþjóð þar á eftir og loks Finnland með lægsta verðið. Þetta rímar ágætlega við niðurstöður verðkönnunar ASÍ. Aðal munurinn er sá að í rannsókn Eurostat er verð á matvöru í Noregi hærra en á Íslandi.
Ýmsar ástæður geta verið fyrir þessu en þar má nefna að í vörukörfu ASÍ voru einungis undirstöðu matvörur eins og kjöt- og mjólkurvörur, grænmeti, ávextir og brauðmeti en vörur eins og sælgæti, kex, morgunkorn og gosdrykkir voru ekki teknar með. Há álagning á sykraðar vörur í Noregi getur þarna haft sitthvað að segja.
Verðlag á Íslandi í flestum tilfellum hærra en á hinum Norðurlöndunum
Niðurstöður rannsóknar Eurostat á verðlagi í Evrópu sýna að verðlag á Íslandi er það hæsta í Evrópu. Niðurstöður sem eru áhugaverðar en um leið slæmar fyrir okkur Íslendinga.
Þegar niðurstöður Eurostat könnunarinnar eru skoðaðar eftir ólíkum útgjaldaflokkum má sjá að í flestum tilfellum er verðlag á Íslandi hærra en á hinum Norðurlöndunum. Má þar nefna verð á fatnaði og skóm, húsgögnum, heimilistækjum, tölvum og símum, samgöngum, fjarskiptum og áfengi. Frá þessu eru undantekningar en á Íslandi er kostnaður við rafmagn og húshitun lægri en að meðaltali í Evrópu og lægstur á Norðurlöndum.
Hvað útskýrir hærra verðlag á Íslandi?
Ástæður fyrir háu matvöruverði á Íslandi geta verið nokkrar. Má þar nefna ólíkt fyrirkomulag tolla og vörugjalda, flutningskostnað og hátt vaxtastig. Önnur möguleg skýring er skortur á samkeppni sem gæti haft áhrif til hækkunar verðlags. Þetta á ekki einungis við í verslun heldur einnig hjá birgjum, heildsölum og innflytjendum. Aukin samkeppni er gríðarlegt hagsmunamál neytenda og mikilvægt er að virk samkeppni sé á öllum sviðum, hvort sem er í smásölu, vöruflutningum eða í sölu á olíu.
https://www.fti.is/2019/02/06/verdlag-a-matvoru-a-islandi-er-haest-i-evropu-560-munur-a-haesta-og-laegsta-kiloverdi/

Umræða
ShareTweet
Ritstjórn

Ritstjórn

AUGLÝSING
  • Mannslát – kona í gæsluvarðhaldi

    Mannslát – kona í gæsluvarðhaldi

    89 deilingar
    Share 36 Tweet 22
  • Lýst eftir Kristínu O. Sigurðardóttur

    9 deilingar
    Share 4 Tweet 2
  • Málaliðar fyrir stærstu útgerðarfélög landsins

    10 deilingar
    Share 4 Tweet 3
  • Hömlulausar netaveiðar í Ölfusá – Villti laxastofninn er í útrýmingarhættu

    5 deilingar
    Share 2 Tweet 1
  • Barnavernd samþykkir tálmun til 15 ára

    181 deilingar
    Share 72 Tweet 45
AUGLÝSING

Fréttatíminn © 2023

Hæ!

Login to your account below

Gleymt Lykilorð Nýskráning

Create New Account!

Fill the forms bellow to register

Fylla þarf út alla reiti. Skrá inn

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Skrá inn

Viltu stykrja óháða blaðamennsku?

Með því að styrkja Fréttatímann gefur þú óháðri blaðamennsku sterkari rödd.


    This will close in 0 seconds

    Add New Playlist

    No Result
    View All Result
    • Fréttir
      • Innlent
      • Erlent
    • Viðskipti
    • Aðsent & greinar
    • Afþreying
    • Neytendur

    Fréttatíminn © 2023

    Are you sure want to unlock this post?
    Unlock left : 0
    Are you sure want to cancel subscription?