,,Það er nokkuð hvöss vestanátt á Austurlandi og bjartviðri en sunnanlands er hægari sunnanátt og nokkuð þéttir éljabakkar er líður á morguninn. Einnig verða éljagangur á Vestfjörðum og á nyrstu annesjum. Nokkuð rólegt veður á morgun með éljum úti við sjóinn og kalt í veðri. Það má búast við austan hvassviðri síðdegis á laugardag sunnantil með snjókomu eða slyddu sem gengur yfir landið á sunnudag. Allhvöss norðanátt með éljum norðanlands á mánudag og kalt í veðri. Á þriðjudag er útlit fyrir lægð sunnan úr höfum með landsynningi, hlýnandi veðri og slyddu eða rigningu sunnan- og vestanlands. Og önnur álíka lægð en heldur hlýrri kæmi í kjölfarið miðvikudag.“ Segir veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands,
Veðurhorfur á landinu
Vestan og suðvestan 10-18 m/s og léttir til austanlands. Lægir smám saman A-lands í dag, norðaustan 8-13 á Vestfjörðum, en annars suðlæg eða breytileg átt, 5-13. Éljagangur einkum sunnanlands, en víða bjart A-lands og inn til landsins NA-lands. Á morgun verður breytileg átt, um 5-10 m/s. Rigning eða snjókoma austast en víða él annars staðar.
Frost 0 til 10 stig, kaldast í innsveitum en rétt ofan við frostmark yfir daginn víða við sjóinn.
Spá gerð: 14.02.2019 05:54. Gildir til: 15.02.2019 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á laugardag:
Hæg austlæg eða breytileg átt og talsvert frost um morguninn, en vaxandi austanátt og dregur úr frosti þegar kemur eftir hádegi, 13-20 síðdegis og hvassast syðst. Þykknar upp á landinu og dálítil snjókoma SA-lands síðdegis, en snjókomu eða slyddu S- og A-lands um kvöldið. Hægari og lengst af þurrt V- og N-lands. Frost 1 til 5 stig um kvöldið, en frostlaust við S- og A-ströndina.
Á sunnudag:
Austan- og norðaustanátt, hvassviðri norðvestantil og við N-ströndina en annars hægari. Talsverð slydda eða rigning A-lands framan af degi, snjókoma N-lands, en rigning með köflum SV- og S-lands. Norðlægari um kvöldið og léttir tli S-lands, en snjókoma eða él fyrir norðan. Hiti 0 til 4 stig við S- og A-ströndina, en annars vægt frost.
Á mánudag:
Útlit fyrir strekkings eða allhvassa norðanátt, hvassast austast. Snjókoma eða él um landið norðanvert en bjartviðri syðra. Dregur úr vindi og ofankomu síðdegis. Frost 1 til 8 stig en um frostmark við SA-ströndina.
Á þriðjudag:
Vaxandi suðaustan- og austanátt með slyddu og síðar rigningu sunnan- og vestanlands og hlýnandi veður.
Á miðvikudag:
Sunnan og suðaustanátt, en og rigning, einkum sunnan- og vestanlands og hlýtt í veðri.
Spá gerð: 14.02.2019 08:46. Gildir til: 21.02.2019 12:00.