Landsnet skilaði 7.1 milljarði í hagnað fyrir síðasta ár sem að er svipaður hagnaður og árið áður
Ársreikningur Landsnets 2018 var samþykktur á fundi stjórnar í dag 15. febrúar 2019. Helstu atriði ársreikningsins:
• Rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði (EBIT) nam 61,1 milljónum USD (7.102,2 millj.kr.)1 samanborið við 59,3 milljónir USD (6.902,8 millj.kr) árið áður. Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði er því mjög sambærileg á milli ára.
• Hagnaður nam 37,1 milljónum USD (4.319,8 millj.kr) á árinu 2018 samanborið við 28,0 milljónir USD (3.258,8 millj.kr.) hagnað á árinu 2017.
• Lausafjárstaða félagsins er sterk, handbært fé í lok árs nam 38,8 milljónum USD og handbært fé frá rekstri á árinu nam 70,4 milljónum USD.
Guðmundur Ingi Ásmundsson forstjóri segir árið 2018 hafi verið ár stöðugleika í rekstri fyrirtækisins.
„Það er ánægjulegt að sjá að rekstur ársins var samkvæmt áætlun og hagnaður meiri en áður. Ársreikningurinn endurspeglar þær áherslur sem fyrirtækið hefur sett sér en undanfarin ár hefur markviss vinna átt sér stað í að auka stöðugleika í rekstrarumhverfi félagsins ásamt hagræðingu í ferlum og verklagi hjá félaginu. Árangur hagræðingarinnar mun koma enn betur í ljós á næstu árum. Eftirspurn eftir orku er sífellt að aukast og á síðasta ári var meira magn orku flutt eftir kerfinu en nokkru sinni áður.
Heildarflutningur var um 19 terawattstundir, sem er aukning um rúm 3% á milli ára. Framundan er gert ráð fyrir enn frekari aukningu á orkuflutningi og einnig stefnir fyrirtækið í viðamiklar framkvæmdir á árinu til að mæta eftirspurninni. Áætlað er að framkvæma fyrir um 90 milljónir USD á árinu 2019.Það er áskorun að takast á við stór og viðamikil verkefni án þess að koma þurfi til hækkunar gjaldskrár og geta um leið uppfyllt vaxandi kröfur um öryggi og framkvæmdahraða. Auk áskorana Landsnets er mikilvægt að stjórnvöld hugi að einföldun regluverks skipulags og leyfisveitinga framkvæmda.“
Hér er hægt að nálgast ársreikninginn.