Kona var á gangi með hund sinn í Langholtshverfi í gærkvöld þegar að ungur maður á aldrinum 17-20 ára framdi fólskulega árás með því að þykjast ætla að klappa hundinum, en það var ekki ætlun hans. Frásögn konunnar er hér að neðan:
,,Kæru grannar. Ég upplifði hræðilegan atburð í kvöld á göngu með hundinn minn við langholtskirkju. Mætti dreng, frekar hávöxnum og bústnum dökkhærðum dreng í hettupeysu ca 17-20 ára. Hann stoppar rétt hjá mér og sér að hundurinn hefur áhuga á að tala við sig.
Þykist ætla að spjalla við hann og ég leyfi hundinum aðeins nær að þefa En þá dúndrar hann í hausinn á hundinum. Já hann sparkaði í hann án þess að hundurinn hafi náð að koma við hann, ?? labbar hlægjandi í burtu og gefur tvo fingur á eftir sér án þess að snúa sér við.
Látið berast um hverfið og ekki leyfa fólki að klappa hundinum ykkar ?? hefur einhver upplifað eitthvað svipað hér í hverfinu??“
Það athugist að myndin er ekki af þeim hundi sem að ráðist var á