Umboð til þess að slíta viðræðum er tilbúið – Boðun verkfalla á næstu dögum
Sólveig Anna Jónsdóttir hefur staðfest að umboð til þess að slíta viðræðum liggur nú fyrir og í framhaldi má reikna með að boðað verði til verkfalla.
Líklegt er að viðræðum verði slitið á morgun eins og boðað hefur verið og þá má reikna með að verkföll skelli á, á næstu dögum. Gríðarleg vonbrigði eru af hálfu launþegahreyfinga með aðkomu ríkisstjórnarinnar og SA í kjaraviðræðum sem að hafa staðið yfir að undanförnu.
Fulltrúar stærstu launþegafélaganna fjögurra eru í samfloti í kjaraviðræðum, Efling, VR, Verkalýðsfélag Grindavíkur og Verkalýðsfélag Akranes
Umræða