Jónas Karl Þorvaldsson og Sverrir Harðarson, starfsmenn séraðgerða- og sprengjueyðingarsviðs Landhelgisgæslunnar, fengu í vikunni viðurkenningu og heiðursmerki Atlantshafsbandalagsins fyrir þátttöku í mannúðarverkefni bandalagsins í Írak. Hlutverk þeirra var að sinna þjálfun innlendra sprengjusérfræðinga og auka færni þeirra við sprengjueyðingu. Jafnframt var tilgangur verkefnisins að miðla áralangri þekkingu og reynslu sprengjusérfræðinga Landhelgisgæslunnar og stuðla að björgun mannslífa.
Arnór Sigurjónsson, skrifstofustjóri varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins afhenti þeim viðurkenninguna sem undirrituð var af Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins.
Sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar hafa árum saman sinnt sambærilegum verkefnum erlendis undir merkjum íslensku friðargæslunnar sem hafa það að markmiði að auka öryggi almennra borgara.
Jónas Karl og Sverrir voru við störf í Írak frá apríl til júní í fyrra en þeir hafa hlotið umtalsverða þjálfun til að sinna sprengjueyðingu við krefjandi aðstæður.
Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, þakkaði Jónasi og Sverri fyrir vel unnin störf og óskaði þeim innilega til hamingju með viðurkenninguna.
Sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar hafa árum saman sinnt sambærilegum verkefnum erlendis undir merkjum íslensku friðargæslunnar sem hafa það að markmiði að auka öryggi almennra borgara.
Jónas Karl og Sverrir voru við störf í Írak frá apríl til júní í fyrra en þeir hafa hlotið umtalsverða þjálfun til að sinna sprengjueyðingu við krefjandi aðstæður.
Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, þakkaði Jónasi og Sverri fyrir vel unnin störf og óskaði þeim innilega til hamingju með viðurkenninguna.
Umræða