Framsóknarflokkurinn stóð fyrir opnum fundi um innflutning á matvælum í gærkvöld. Þar tók til máls bandaríski örverufræðingurinn og prófessorinn Lance B. Price sem sérhæfir sig í rannsóknum á fjölónæmum bakteríum. En hann hefur rannsakað sýklalyfjaónæmi á Íslandi.
Hann varar við því að hingað geti borist ónæmir sýklar sem valda ónæmi í sýklum hjá mannfólki og að þeir geti náð fótfestu hér, verði frumvarp landbúnaðarráðherra sem heimilar innflutning á ófrosnu kjöti að lögum.
Hann segir að frumvarp landbúnaðarráðherra sem heimilar innflutning á ófrosnu kjöti sé mikið áhyggjuefni og að það sé eins og að framkvæma tilraun á þjóðinni að innleiða slíkar breytingar sem að felast í frumvarpinu. „Þegar ég skoða notkun sýklalyfja í Evrópu þá er ljóst að reglunum er ekki beitt á sama hátt allsstaðar í Evrópu.“ Ísland sé í góðum málum eins og staðan sé í dag miðað núgildandi fyrirkomulag.
Umræða