,,Viðskiptavinir athugið! Til þess að mæta sturluðum kröfum verkalýðshreyfingarinnar, mun vöruverð nú hækka um 15%. Ég harma þessa ákvörðun sem er algjörlega tilkomin vegna eigingirni afgreiðslufólks“ Þannig hefst myndband VR, með Georg Bjarnfreðason í hlutverki verslunareigandans í Georskjör. Auðvitað er hér um grín að ræða en öllu gríni fylgir einhver alvara eins og sagt er. Og er auglýsingaherferðin liður í því hjá VR, að benda á léleg kjör þeirra lægst launuðu á Íslandi.
Í desember sagði Ragnar Þór formaður VR um auglýsingarnar ,,Í auglýsingum okkar um Georgskjör er dregin upp ýkt mynd af þeim málefnum sem brenna á okkar félagsmönnum og sem brýnt er að vinnuveitendur hafi í lagi. Auglýsingunum er einnig ætlað að vekja athygli á þeim réttindum sem náðst hafa fram vegna baráttu verkalýðshreyfingarinnar.“
https://www.facebook.com/VRstettarfelag/videos/409173346517426/
https://www.fti.is/2018/12/17/eg-thyrfti-ad-haekka-her-voruverd-til-thess-ad-fjarmagna-thessi-ofurlaun-thin/