Á facebooksíðu Lögreglustjórans á Suðurnesjum er vakin athygli á því að það er ýmislegt sem að getur komið upp á í störfum lögreglunnar. M.a. saumsprettur á miðri vakt og þá er gott að Lögreglumenn á Suðurnesjum eiga bót fyrir slíkar uppákomur í saumaskríni sínu. Lögreglan gerir sjálf grín af atburðinum á facebooksíðu sinni og segir atriðið bara vera of gott til þess að deila því ekki með okkur og auðvitað tökum við þátt í því.
,,Einn af þessum dögum ?
Menn verða að vera við öllu búnir, öllum stundum og kunna allt. Það má segja að þessi hafi unnið rassinn úr buxunum á einni næturvaktinni um daginn. Um miðja nótt er lítið annað að gera en að redda sér og við þessar aðstæður er gott að hafa tekið vel eftir í saumatímum í grunnskólanum.
Við kunnum þessum kollega okkar miklar þakkir fyrir að koma sér í þessa aðstöðu en erum nokkuð viss um að þakkirnar verði ekki gagnkvæmar eftir þessa myndbirtingu.
En þetta er bara of gott til að deila ekki með ykkur ?“ Segir lögreglan á Suðurnesjum.