Minnst fjörutíu og níu eru látnir eftir skotárásir í tveimur moskum í nýsjálensku borginni Christchurch í nótt. 48 eru alvarlega særðir eftir árásina. Fjórir hafa verið handteknir vegna málsins, en enginn af þeim aðílum var á lista yfirvalda yfir grunaða hryðjuverkamenn. Árásunum er lýst sem hryðjuverkum og hefur hættustig í Nýja Sjálandi hefur verið fært úr lágu í hátt.
Hundruð manna voru í moskunum þegar árásirnar voru gerðar og segja vitni að árásarmennirnir hafi skotið á alla þá sem að fyrir þeim urðu en síðan lagt á flótta áður en viðbragðsaðilar komu á vettvang.Lögreglan bað borgarbúa um að halda sig innandyra á meðan á aðgerðum stóð, og bað um að moskum yrði lokað og læst um allt land.Vitni sá dökkklæddan mann koma inn í moskuna og svo heyrði hann byssuhvelli í tugatali og horfði á fólk forða sér hrætt og skelfingu lostið úr moskunni.
Ástralski forsætisráðherrann Scott Morrison staðfesti að einn hinna handteknu væri ástralskur ríkisborgari og hann lýsti árásarmönnunum sem ofbeldisfullum hryðjuverkamönnum.
Umræða
