Sigmundur Davíð Gunnlaugsson kom víða við í ræðu sinni á flokksráðsfundi Miðflokksins í Garðaholti í Garðabæ í dag. Hann undraðist m.a. getuleysi og viljaleysi ríkisstjórnarinnar á ýmsum sviðum og m.a. fór hann í löngu máli yfir aðgerðar- og úrræðaleysi ríkisstjórnarinna varðand WOW air og fall þess.
Hann sagði ríkisstjórnina hafa verið eins og áhorfendur að horfa á stórt skip sökkva í sjóinn, en stæði sjálf úrræða- og getulaus í fjörunni og horfði á skipið sökkva án þess að koma neitt þar að til björgunar.
Þrátt fyrir gífurlegar afleiðingar sem að gjaldþrotið hefði fyrir land og þjóð, þúsundir væru að missa vinnu sína með beinum eða óbeinum hætti vegna áhrifa af gjaldþrotinu og að um stórkostlegt áfall væri um að ræða fyrir ferðaiðnaðinn. Samt hefði ríkisstjórnin ekkert gert annað en að horfa upp á fyrirtækið fara í gjaldþrot og afleiðingar þess.
Miðflokurinn vill afnema verðtrygginguna og hefur lagt fram frumvarp á Alþingi
Flokkurinn vill afnema verðtrygginguna, segir í ályktuninni að sótt skuli að verðtryggingunni með öllum ráðum, meðal annars með því að taka húsnæðisliðinn strax út úr vísitölu útreikningum. Þannig sé spornað gegn áhrifum þeirra útreikninga, sem ráðast gegn fjárhag fjölskyldna „eins og gráðugt skrímsli“.
Miðflokkurinn hafnar samþykkt þriðja orkupakka Evrópusambandsins
Miðflokkurinn mun leggjast gegn samþykkt þriðja orkupakka Evrópusambandsins. „Flokkurinn samþykkir hvorki afsal á fullveldi Íslendinga yfir orkuauðlindinni né fyrirsjáanlega hækkun á raforkuverði hér á landi,“ segir í stjórnmálaályktun vetrarfundar flokksráðs flokksins.
Sigmundur Davíð sagði að rök fyrir því að samþykkja þriðja orkupakkann séu alls ekki fyrir hendi. Hann sé stórhættulegur og liður „í tannhjóli í gangverki kerfisins.“ Hann sagði það stefnu flokksins að fólk ætti að ráða eigin örlögum en ekki andlitslausar stofnanir á Íslandi eða í útlöndum.
Flokkurinn hefði áður tekist á við ofurefli og myndi gera það áfram og sagði að átökin um þetta minntu hann á fyrri átök, meðal annars um Icesave og það veitti ekkert síður af andspyrnuhreyfingum nú en þá. Hann sagði málið snúast um tilraun Evrópusambandsins til að afla sér aukinnar orku og koma á sameiginlegum markaði með þá orku. „En um leið að ESB fái full yfirráð um orkumálin í álfunni.“ „Eitt er víst, að við Miðflokksmenn gefumst aldrei upp.“
Hér er hægt að horfa á ræðu Sigmundar Davíðs í heild sinni:
https://www.facebook.com/midflokkur/videos/2487847691248937/