Jón Þór Þorvaldsson, þingmaður Miðflokksins, fór ítarlega yfir álit fræðimanna vegna Orkupakka 3, á Alþingi í dag og varaði við vinnubrögðunum við frumvarp um Orkupakka 3. Hann benti jafnframt á að hreinlegra væri bara að ganga í ESB, það væri ekkert að óttast en að þá værum við bara að fara að lifa öðruvísi lífi.
Hann sagði m.a. að miklu hreinlegra væri bara að ganga í ESB heldur en að vera með hálfkák í þessum þriðja Orkupakka.
Þá myndi ESB líka ráða yfir fiskimiðunum og öðrum auðlindum, en það vildi auðvitað enginn. Stuðningsmenn Orkupakkanna færu eins og kettir í kringum heitan graut í stað þess að tala bara hreint út.
,,Til hvers er verið að koma þessum Orkupakka 3 á þegar að við erum ekki einu sinni hluti af innri orkumarkaði Evrópusambandsins? Til hvers eru allir þessir fyrirvarar? Til hvers eru allir þessir fyrirvarar á fyrirvara ofan á fyrirvara ef að þetta er allt svona öruggt fyrir íslendinga? Fyrirvara sem við vitum ekkert um hvort haldi.“
Hann sagði m.a. að vinnubrögðin við frumvarpið væru óvönduð og að í raun væri engin trygging fyrir því að Ísland hefði yfirráð yfir auðlindum sínum þar sem að Aser hefði dómsvald í höndum sér ef að upp kæmu mál varðandi málið ekki Ísland. Þar með væri verið að framselja fullveldi þjóðarinnar til Evrópusambandsins og það stæðist ekki stjórnarskrá.
Við verðum hluti af innri orkumarkaði EES og þá verða öll deilumál leist af dómstólum þar en ekki á Íslandi. Þá benti hann á að verið væri að markaðsvæða auðlind þjóðarinnnar og koma þeim í hendur einkaaðila innlendra og erlendra. Landsvirkjun jafnvel bútuð niður og seld einkaaðilum. Verið væri að hlunnfara þjóðina sem að byggði upp Landsvirkjun á mörgum áratugum og ókomnar kynslóðir sem að hefðu ella tekið við góðu búi. Verð á raforku muni hækka til fyrirtækja og heimila.
Við værum að hugsa eitt kjörtímabil fram í tímann en ekki 50 ár, 100 eða 300 eins og aðrar þjóðir gera. Einkavæðingin muni koma börnunum okkar illa, atvinnufyrirtækjum og fólkinu í landinu.
Umræða