Tilkynnt var um líkamsárás á Rafstöðvarvegi við Elliðaá. Ráðist var á mann sem var að hlaupa eftir Rafstöðvarvegi og hann sleginn í höfuðið og veittir áverkar. Maðurinn taldi gerendur hafi ætlað að ræna sig og var hann fluttur á slysadeild til aðhlynningar.
Tilkynnt var um innbrot í tóbaksverslun í miðbænum. Spennt hafði verið upp hurð, farið inn og stolið vörum ofl. Tveir menn voru handteknir skömmu síðar og voru þeir vistaðir fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.
Umferðaróhapp varð á Kaldárselsvegi í Hafnarfirði. Bifreið var ekið útaf veginum og ökumaður og farþegi fundu til einhverja eymsla og fóru á Slysadeild. Bifreiðin var töluvert skemmd og var flutt af vettvangi með kranabíl.
Þá var ökumaður grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna um hálf sjö leitið í gær. Og fyrir að aka sviptur ökuréttindum, vörslu fíkniefna og brot á vopnalögum. Farþegi sen var í bifreiðinni er einnig grunaður um vörslu fíkniefna og brot á vopnalögum.