Miklar væntingar voru við gerð lífskjarasamninga um að vextir og verðtrygging mundi lækka duglega á Íslandi. Nú hefur Íslandsbanki riðið á vaðið með lækkun sem getur varla talsit nema nokkrum sköpuðum hlut eða 0.05% lækkun
Á sama tíma og vextir eru tæp 7% á húsnæðislánum á Íslandi þá eru þeir 1,5% (óverðtryggðir) fastir vextir til 30 ára í Danmörku. 1,7%
í Færeyjum en danska krónan hefur verið tengd evrunni í mörg ár.
Í síðustu viku birti Fréttatíminn grein þar sem að sýndur var útreikningur Íslandsbanka á láni þeirra þar sem að 26.663.385 kr. verðtryggt lán var reiknað með að yrði 465.213.364 kr. þegar að það væri uppgreitt. Greinin er hér að neðan:
Óverðtryggð húsnæðislán Íslandsbanka skv. tilkynnningu þaðan:
Fastir vextir í 3 ár – A-lán voru 6,95% og verða 6,80% – B-lán voru 8,05% og verða 7,90%
Fastir vextir í 5 ár
– A-lán voru 7,40% og verða 7,10% – B-lán voru 8,50% og verða 8,20%. Á vefsíðu Aurbjargar er hægt að sjá samanburð á vaxtakjörum lánastofnana á Íslandi.
https://www.fti.is/2019/04/07/26-663-385-kr-verdtryggt-lan-verdur-ad-465-213-364-kr/?fbclid=IwAR2dXXFXM9tt7NSfqK7RPWRgEcjZrOhgcRPVQPQ6-KlkGrNGfcncV7C7RPM