Tveir stálheppnir miðaeigendur skiptu 1. vinningi á milli sín og fær hvor rúmlega 6,1 milljarð króna.
Miðarnir voru keyptir í Póllandi og Þýskalandi. Þá skipta 11 spilarar með sér 2. vinning og hlýtur hver rúmlega 135 milljónir króna. Sjö miðanna voru keyptir í Þýskalandi, 1 í Danmörku, 1 á Spáni og 2 í Tékklandi. Átjan voru svo með 3. vinning og fær hver rúmar 9 milljónir í sinn hlut.
Miðarnir voru keyptir í Svíþjóð, Eistlandi, 2 í Noregi, 2 í Danmörku, 2 í Finnlandi, 2 í Tékklandi og 8 í Þýskalandi.
Umræða