Veðurhorfur í dag og á morgun, laugardag: Austan kaldi eða stinningskaldi við suðurströndina, en hægari vindur annars staðar. Þurrt og bjart veður norðaustantil á landinu, með hita upp í 18 til 20 stig þar sem verður hlýjast. En rigning með köflum sunnan- og vestanlands og hiti þar á bilinu 8 til 13 stig. Austan 3-10 m/s á sunnudag, skýjað og milt veður. Seinni partinn fer svo væntanlega aftur að rigna sunnantil á landinu.
Veðurhorfur á landinu
Austan 8-13 með suðurströndinni, annars víða 3-8. Rigning með köflum á S- og V-landi, hiti 8 til 13 stig. Þurrt og bjart um landið norðaustanvert með hita að 18 stigum. 600 km SV af Reykjanesi er nærri kyrrstæð 1009 mb lægð, sem grynnist smám saman, en yfir Skandinavíu er minnkandi 1031 mb hæð.
Spá gerð: 17.05.2019 04:12. Gildir til: 18.05.2019 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á sunnudag:
Austan og norðaustan 5-13 m/s, hvassast á Vestfjörðum. Skýjað og sums staðar smá skúrir. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast á V-landi.
Á mánudag:
Norðaustlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s og víða dálítil væta, en styttir upp um kvöldið. Hiti 5 til 12 stig, svalast NA-lands.
Á þriðjudag:
Hæglætisveður, skýjað með köflum og stöku skúrir síðdegis. Hiti 5 til 13 stig, hlýjast SV-lands.
Á miðvikudag:
Fremur hæg norðaustanátt, skýjað með köflum og úrkomulítið, en heldu kólnandi veður.
Á fimmtudag:
Útlit fyrir ákveðna og svala norðaustanátt með lítilsháttar vætu á N- og A-landi.
Spá gerð: 17.05.2019 08:00. Gildir til: 24.05.2019 12:00.