,,Gjaldborg var reist um heimili landsins á meðan skjaldborg var reist um bankakerfi og fjármagnsöfl, allt á kostnað almennings
Það er ekki öllum sem hefur tekist að fá forseta til að biðja um afleysingu úr stól sínum til að koma í andsvör við háttvirta þingmenn.
Sannleikanum er hver sárreiðastur sérstaklega þegar verið er að verja þá óverjandi aðgerð sem króna á móti krónu skerðingargjörningurinn er.
Inga hefði kannski átt að tala um forgangsröðun fjármuna í ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms í kjölfar hrunsins, þar sem gjaldborg var reist um heimili landsins á meðan skjaldborg var reist um bankakerfi og fjármagnsöfl, allt á kostanað almennings sem gat ekki reist hönd yfir höfuð sér. Þar misstu um 12.000 fjölskyldur heimili sín. Margir enn í sárum og hafa ekki náð fóstfestu á ný.“ Segir á síðu Flokks Fólksins um ríkisstjórn Steingríms J. og Jóhönnu, en harðar deilur voru á Alþingi um krónu á móti krónu skerðingu í dag og þess var minnst, hve illa ríkisstjórn Steingríms og Jóhönnu kom fram við, lægst og verst settu fjölskyldurnar á Íslandi í hruninu, þar sem að snúið var bökum gegn þeim og þess í stað hlúð að fjármálaöflunum á kostnað almennings.
En Steingrímur varði gömlu stjórn parsins, á Alþingi og var reiður yfir þessari upprifjun, en eftir stendur að sú ríkisstjórn sem að hans flokkur er í forsæti fyrir nú, stendur alveg í vegi fyrir að krónu á móti krónuskerðingin verði afnumin hjá þeim verst settu í þjóðfélaginu.
https://www.facebook.com/FlokkurFolksinsXF/videos/300923923960291/