Icesave-samningarnir – afleikur aldarinnar?
Þennan dag fyrir 10 árum, nánar tiltekið 5. júní, undirrituðu sendimenn ríkisstjórnar Íslands, þeir Svavar Gestsson og Indriði H. Þorláksson, Icesave-samninga við stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi í húsakynnum utanríkisráðuneytisins við Rauðarárstíg.
,,Tveimur dögum áður hafði Steingrímur J. Sigfússon, þáverandi fjármálaráðherra Íslands fullyrt á Alþingi að ekki stæði til að ganga frá samkomulagi „einhverja næstu daga“ og að „áður er til slíks kæmi yrði að sjálfsögðu haft samráð við utanríkisnefnd og aðra þá aðila sem þingið hefur haft til að fylgjast með framvindu þessara mála“. Segir á vefsíðu samtakanna, Icesave-samningarnir – afleikur aldarinnar?
Samningnum um Orkupakka þrjú sem að sömu aðilar vilja endilega skrifa undir núna, hefur verið líkt við undirritun Icesave samninganna en um sömu aðalleikara er um að ræða að mestu leiti í báðum tilfellum m.a.
,,Í bókinni Minn tími. Saga Jóhönnu Sigurðardóttur sem kemur út nú fyrir jólin er fjallað um Icesave-málið. Þar viðurkennir Jóhanna að ríkisstjórn hennar hafi gert ýmis mistök við vinnu að lausn á málinu. Mesta athygli hlýtur að vekja að hún segir að á sig hafi komið hik þegar Steingrímur J. Sigfússon ákvað að ráða Svavar Gestsson til að stýra samningaviðræðum vegna Icesave fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. Um það segir Jóhanna:
„Eftir á að hyggja þá viðurkenni ég hins vegar að betur hefði farið á að við hefðum strax fengið hlutlausan erlendan sérfræðing að
málinu eins og Lee Buchheit.“ (290)
„(Það) má kalla það afdrifarík mistök hjá Steingrími að ráða pólitískan fóstra sinn, Svavar Gestsson, sem aðalsamningamann. Þar með fékk samninganefndin á sig flokkspólitískan blæ, sem var einmitt það sem hefði átt að forðast.“ (293). Í umsögn um bókina í Morgunblaðinu segir Anna Lilja Þórisdóttir af þessu tilefni: „Ekki er annað hægt en að velta fyrir sér hvers vegna forsætisráðherra lét mann sem hún efaðist um vera í forsvari í svo mikilvægu máli. Engin haldbær skýring er gefin á því.“
Undir þessar vangaveltur er tekið hér.“ https://www.facebook.com/afleikur/
https://www.facebook.com/1311192595566318/videos/1807247312627508/