Nýr Herjólfur er á leiðinni heim en lagt var af stað frá Póllandi í morgun. Áætlað er að siglingin heim taki um sex daga og því von á skipinu hingað í höfn næsta laugardag.
„Við gerum ráð fyrir að vera um sex sólarhringa á leiðinni. Það er stefnt að því að sigla honum inn til Vestmannaeyja laugardaginn 15. júní,“ sagði Guðbjartur í samtali við Eyjafréttir þegar samningurinn var loks undirritaður.
Heildarverð fyrir nýjan Herjólf er rúmlega 31 milljón evra. Ef reiknað er út frá genginu í dag er það 4,3 milljarðar íslenskra króna og er það um hálfum milljarði minna en upphaflega var gert ráð fyrir.
Umræða