Enn er nokkuð um reiðhjólaþjófnaði á Höfuðborgarsvæðinu. Þjófarnir eru mjög bífrænir og það virðist ekki skipta þá miklu máli þótt hjólin séu kyrfilega læst og vel gengið frá þeim.
Klippt er á lása og jafnvel farið inn í hjólageymslur til að stela þeim. Ætla má að þjófarnir reyni að selja hjólin og því mikilvægt að fólk tilkynni til lögreglu ef það grunar að reiðhjól, sem það hyggst kaupa, sé illa fengið.
Gott ráð til hjólaeigenda er að taka niður verksmiðjunúmer hjólsins og auglýsa svo eftir því með mynd. Það fælir þjófana frá því að auglýsa hjólið til sölu og hefur leitt til þess að hjól finnast.
Upplýsingar um reiðhjól í óskilum hjá lögreglu er hægt að nálgast á Pinterest síðu lögreglunnar.
Umræða