Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út á tólfta tímanum í dag að beiðni Lögreglunnar á Suðurlandi vegna umferðarslyss við Skógafoss. Þegar þyrlan var rétt ókomin að Skógarfossi var hún afboðuð en þess í stað beðin um að halda á Eyjafjallajökul þar sem vélsleðamaður hafði slasast. Þyrlan var í næsta nágrenni við vélsleðaslysið þegar beiðni um aðstoð barst og var því snögg á vettvang.
Hún lenti á jöklinum laust eftir klukkan 12 og flutti vélsleðamanninn á Landspítalann í Fossvogi. (Mynd:Lhg.is)
https://gamli.frettatiminn.is/2019/08/08/umferdarslys-oliuflutningabill-og-folksbill/
Umræða