,,Það er vissulega vilji Sjálfstæðisflokksins að búta niður Landsvirkjun og selja“
Píratar hafa hafnað lýðræðislegri þjóðaratkvæðagreiðslu um orkupakka ESBU en umræða fór fram á meðal Pírata um málið á vef þeirra og sitt sýndist hverjum eins og kemur fram á vefspjalli flokksins:
XandraBriem Ég persónulega held að þetta mál sé sérstaklega óheppilegt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Fyrir hið allra fyrsta vil ég hafa skýrar reglur um hvernig megi skjóta málum í slíka kosningu, en ekki að það sé happa-glappa eftir því hvenær það hentar valdhöfum hverju sinni, það fyrirkomulag er mjög viðkvæmt fyrir lýðskrumi og hræðsluáróðri. Í öðru lagi, þá er um að ræða langt ferli, þar sem við höfum átt í viðræðum um langt tímabil og fyrirvarar til að biðja um breytingar eru löngu liðnir, synjun á þessu stigi myndi hafa töluvert af slæmum afleiðingum fyrir samningsaðila okkar, þar sem ef við hefðum töluverðar áhyggjur, þá höfðum við ansi langan tíma til að viðra þær og fá breytingar. Og við gerðum nokkuð af því..
Þeir sem tala núna hæst gegn þessu á þingi sátu sumir hverjir í valdastólum á þeim samningstíma, en virtist ekki liggja á að fella þetta þá. Að auki hefur umræðan verið þannig að mjög mikið af rangfærslum hefur verið haldið fram hástöfum í langan tíma. Það væri mjög erfitt úr því sem komið er að búa til þess háttar umræðugrundvöll að teljast mætti að umræðan væri byggð á bestu upplýsingum. Það má segja að þjóðaratkvæðagreiðsla um þetta væri í raun atkvæðagreiðsla um EES samninginn…það er svosem allt í lagi, en það ætti þá að heita það sem það er og umræðan ætti að vera á þeim forsendum. Það er hætt við að fólk væri í raun að kjósa út frá hvort það vilji einkavæða Landsvirkjun, eða láta leggja hingað sæstreng, en hvorugt er nokkuð sem þessi pakki krefst. Það tímir enginn að leggja sæstreng, og ótti við það er nokkuð órökréttur.
Það er vissulega vilji Sjálfstæðisflokksins að búta niður Landsvirkjun og selja, en þessi pakki skikkar þá ekki til þess. Þeir gætu notað hann sem afsökun til að gera það, en það er ekkert í honum sem skyldar það. Það sem við þurfum ef við viljum ekki að Landsvirkjun sé einkavædd er að fá ríkisstjórn þar sem Sjálfstæðisflokkur er ekki í meirihluta. Ég myndi frekar vilja sjá að við værum bara með skýra stefnu um að Landsvirkjun og grunnnetið væru í þjóðareign með einhverjum hætti. Sér stefna um að sæstrengur væri bara lagður með samþykki í atkvæðagreiðslu væri líka hið besta mál. En umræðan um þetta mál hefur verið á miklum villigötum og möguleikarnir á að synja honum á þessum punkti án erfiðleika eru ansi þröngir. Ekki það, ég er ekkert hart á móti þessu, lýðræðislegur vilji er alltaf lýðræðislegur vilji, en ég óttast að umræðan sé komin of langt út í skurð, og ef við förum þessa leið þurfum við að vera undirbúin fyrir að þetta verði okkar Brexit.
Þeir sem tala núna hæst gegn þessu á þingi sátu sumir hverjir í valdastólum á þeim samningstíma, en virtist ekki liggja á að fella þetta þá. Að auki hefur umræðan verið þannig að mjög mikið af rangfærslum hefur verið haldið fram hástöfum í langan tíma. Það væri mjög erfitt úr því sem komið er að búa til þess háttar umræðugrundvöll að teljast mætti að umræðan væri byggð á bestu upplýsingum. Það má segja að þjóðaratkvæðagreiðsla um þetta væri í raun atkvæðagreiðsla um EES samninginn…það er svosem allt í lagi, en það ætti þá að heita það sem það er og umræðan ætti að vera á þeim forsendum. Það er hætt við að fólk væri í raun að kjósa út frá hvort það vilji einkavæða Landsvirkjun, eða láta leggja hingað sæstreng, en hvorugt er nokkuð sem þessi pakki krefst. Það tímir enginn að leggja sæstreng, og ótti við það er nokkuð órökréttur.
Það er vissulega vilji Sjálfstæðisflokksins að búta niður Landsvirkjun og selja, en þessi pakki skikkar þá ekki til þess. Þeir gætu notað hann sem afsökun til að gera það, en það er ekkert í honum sem skyldar það. Það sem við þurfum ef við viljum ekki að Landsvirkjun sé einkavædd er að fá ríkisstjórn þar sem Sjálfstæðisflokkur er ekki í meirihluta. Ég myndi frekar vilja sjá að við værum bara með skýra stefnu um að Landsvirkjun og grunnnetið væru í þjóðareign með einhverjum hætti. Sér stefna um að sæstrengur væri bara lagður með samþykki í atkvæðagreiðslu væri líka hið besta mál. En umræðan um þetta mál hefur verið á miklum villigötum og möguleikarnir á að synja honum á þessum punkti án erfiðleika eru ansi þröngir. Ekki það, ég er ekkert hart á móti þessu, lýðræðislegur vilji er alltaf lýðræðislegur vilji, en ég óttast að umræðan sé komin of langt út í skurð, og ef við förum þessa leið þurfum við að vera undirbúin fyrir að þetta verði okkar Brexit.
Þar sem ég er þingmaður sjálfur er rétt að segja það strax, að ég mun virða niðurstöðu þessarar atkvæðagreiðslu. Aftur á móti er ég með tvo punkta, einn til þess að bæta tillöguna og hinn sem er rök gegn henni akkúrat núna, en þó rök sem eru háð stöðunni núna, stöðu sem gæti breyst.
**Til að bæta tillöguna**
Tillagan felur í sér ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu og þingmönnum ætlað að fara eftir niðurstöðu hennar. Ef þetta verður samþykkt myndi ég hinsvegar útfæra það aðeins öðruvísi, með því að gera hana bindandi. Það er hægt að gera með því að festa í gildistökuákvæði OP3-málanna, að þau taki gildi við samþykki í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þannig yrði þjóðaratkvæðagreiðslan hluti af ferlinu við að samþykkja málin sjálf.
Annar vandi við nálgun tillögunnar er að þingmenn eru, samkvæmt bæði gildandi og nýrri stjórnarskrá, bundnir einungis af sannfæringu sínu en ekki fyrirmælum frá kjósendum (48. gr. í báðum stjórnarskrám). Mín persónulega sannfæring er að það eigi að virða ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslur, en mér finnst óheppilegt að ætla að stóla á þá sannfæringu annarra þingmanna, sem og að það skýtur svolítið skökku við að **reyna** að gera hlutina þvert á við ber orð stjórnarskrárinnar. Það eru ágætar ástæður fyrir 48. gr. stjórnarskrárinnar (nýju og gömlu).
**Rök gegn tillögunni sjálfri**
Hinsvegar er ástæðan fyrir því að ég tel ekki að setja málið í þjóðaratkvæðagreiðslu núna sú að ég tel að við ættum að fara eftir ferlinu sem er í nýrri stjórnarskrá. Þar er kveðið á um undirskriftir 10% kjósenda (á 3 mánaða tímabil, minnir mig). Nú hefur Orkan Okkar safnað undirskriftum í einhverja mánuði og að mér vitandi ekki komist nálægt 10%. Þau skiluðu einhverjum 13.700 undirskriftum á sínum tíma, sem er *verulega* langt undir 10% markinu. Þannig að þótt einhver afstaða fáist með því að hringja í fólk og spyrja það, þá virðist hinsvegar áhugi landsmanna á þjóðaratkvæðagreiðslu um þetta mál ekki vera jafn mikill og maður myndi halda af greinarskrifum og fréttaumfjöllun. Svo virðist vera að það sé lítill hópur sem er mjög heitur fyrir málinu en fæstir raunverulega pæli mikið í því.
Að lokum finnst mér rökin fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu í greinargerð ekki sterk, þ.e. vísunin í skoðanakannanir. Ég velti fyrir mér hvernig það lítur út ef við ætlum að beita sömu rökum í öllum málum, að ef meirihluti þeirra sem taka afstöðu í skoðanakönnun segist vera á móti máli, þá sé haldin þjóðaratkvæðagreiðsla fyrir tilstilli rúmum helmings þess sem ný stjórnarskrá átelur og kannski nokkurra tuga atkvæða (eða segjum hundruða, for the sake of argument) í kosningakerfi eins flokks.
Ef 10% kjósenda krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu finnst mér sjálfsagt að verða við því. En það verður að spyrja hvers vegna það hafi ekki enn tekist. Mér finnst því að ef fólk vill þjóðaratkvæðagreiðslu um þetta, að þá ætti það frekar að aðstoða við að safna undirskriftum heldur en að setja stefnu flokks um það.
Athugið að t.d. í tilfelli ESB-málsins var safnað þó nokkur langt yfir 10% markið, sem var ástæðan fyrir því að ég studdi það og styð enn.
Að því sögðu má þetta alveg fara í þjóðaratkvæðagreiðslu mín vegna. Það má meira að segja fella málið (þótt ég telji það að vísu mistök) og ég tel ekki að neitt hræðilegt gerist við það. Mun vissulega pirra Noreg og hin EFTA ríkin, þannig að það verður erfiðara að fá aðstoð þeirra í framtíðinni, en það er enginn heimsendir. Það gæti jafnvel hafið spurninguna um hvort ekki þurfi að endurskoða aðeins lýðræðislega aðkomu að þessum ákvarðanatökum. Það er alveg á hreinu hinsvegar að það bakar okkur óvild og eðlilega. Við erum búin að draga lappirnar með málið árum saman (þvert á málflutning þeirra sem segja málinu flýtt í gegn – við erum búin að trassa þetta lengst af öllum – Noregur bíður eftir okkur og er löngu orðinn pirraður á töfinni).
En eins og ég sagði í upphafi mun ég virða niðurstöðu þessarar atkvæðagreiðslu, og ef þetta verður samþykkt þrátt fyrir þessi rök, þá mun ég sjálfur (ásamt væntanlega öðrum þingmönnum Pírata) standa að breytingartillögum á málin sem gera gildistökuna háða þjóðaratkvæðagreiðslu. Þannig yrði þjóðaratkvæðagreiðslan bindandi og ekki þyrfti að storka 48. gr. stjórnarskrárinnar eða stóla á lýræðislega sannfæringu hvers einasta þingmanns.
**Til að bæta tillöguna**
Tillagan felur í sér ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu og þingmönnum ætlað að fara eftir niðurstöðu hennar. Ef þetta verður samþykkt myndi ég hinsvegar útfæra það aðeins öðruvísi, með því að gera hana bindandi. Það er hægt að gera með því að festa í gildistökuákvæði OP3-málanna, að þau taki gildi við samþykki í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þannig yrði þjóðaratkvæðagreiðslan hluti af ferlinu við að samþykkja málin sjálf.
Annar vandi við nálgun tillögunnar er að þingmenn eru, samkvæmt bæði gildandi og nýrri stjórnarskrá, bundnir einungis af sannfæringu sínu en ekki fyrirmælum frá kjósendum (48. gr. í báðum stjórnarskrám). Mín persónulega sannfæring er að það eigi að virða ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslur, en mér finnst óheppilegt að ætla að stóla á þá sannfæringu annarra þingmanna, sem og að það skýtur svolítið skökku við að **reyna** að gera hlutina þvert á við ber orð stjórnarskrárinnar. Það eru ágætar ástæður fyrir 48. gr. stjórnarskrárinnar (nýju og gömlu).
**Rök gegn tillögunni sjálfri**
Hinsvegar er ástæðan fyrir því að ég tel ekki að setja málið í þjóðaratkvæðagreiðslu núna sú að ég tel að við ættum að fara eftir ferlinu sem er í nýrri stjórnarskrá. Þar er kveðið á um undirskriftir 10% kjósenda (á 3 mánaða tímabil, minnir mig). Nú hefur Orkan Okkar safnað undirskriftum í einhverja mánuði og að mér vitandi ekki komist nálægt 10%. Þau skiluðu einhverjum 13.700 undirskriftum á sínum tíma, sem er *verulega* langt undir 10% markinu. Þannig að þótt einhver afstaða fáist með því að hringja í fólk og spyrja það, þá virðist hinsvegar áhugi landsmanna á þjóðaratkvæðagreiðslu um þetta mál ekki vera jafn mikill og maður myndi halda af greinarskrifum og fréttaumfjöllun. Svo virðist vera að það sé lítill hópur sem er mjög heitur fyrir málinu en fæstir raunverulega pæli mikið í því.
Að lokum finnst mér rökin fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu í greinargerð ekki sterk, þ.e. vísunin í skoðanakannanir. Ég velti fyrir mér hvernig það lítur út ef við ætlum að beita sömu rökum í öllum málum, að ef meirihluti þeirra sem taka afstöðu í skoðanakönnun segist vera á móti máli, þá sé haldin þjóðaratkvæðagreiðsla fyrir tilstilli rúmum helmings þess sem ný stjórnarskrá átelur og kannski nokkurra tuga atkvæða (eða segjum hundruða, for the sake of argument) í kosningakerfi eins flokks.
Ef 10% kjósenda krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu finnst mér sjálfsagt að verða við því. En það verður að spyrja hvers vegna það hafi ekki enn tekist. Mér finnst því að ef fólk vill þjóðaratkvæðagreiðslu um þetta, að þá ætti það frekar að aðstoða við að safna undirskriftum heldur en að setja stefnu flokks um það.
Athugið að t.d. í tilfelli ESB-málsins var safnað þó nokkur langt yfir 10% markið, sem var ástæðan fyrir því að ég studdi það og styð enn.
Að því sögðu má þetta alveg fara í þjóðaratkvæðagreiðslu mín vegna. Það má meira að segja fella málið (þótt ég telji það að vísu mistök) og ég tel ekki að neitt hræðilegt gerist við það. Mun vissulega pirra Noreg og hin EFTA ríkin, þannig að það verður erfiðara að fá aðstoð þeirra í framtíðinni, en það er enginn heimsendir. Það gæti jafnvel hafið spurninguna um hvort ekki þurfi að endurskoða aðeins lýðræðislega aðkomu að þessum ákvarðanatökum. Það er alveg á hreinu hinsvegar að það bakar okkur óvild og eðlilega. Við erum búin að draga lappirnar með málið árum saman (þvert á málflutning þeirra sem segja málinu flýtt í gegn – við erum búin að trassa þetta lengst af öllum – Noregur bíður eftir okkur og er löngu orðinn pirraður á töfinni).
En eins og ég sagði í upphafi mun ég virða niðurstöðu þessarar atkvæðagreiðslu, og ef þetta verður samþykkt þrátt fyrir þessi rök, þá mun ég sjálfur (ásamt væntanlega öðrum þingmönnum Pírata) standa að breytingartillögum á málin sem gera gildistökuna háða þjóðaratkvæðagreiðslu. Þannig yrði þjóðaratkvæðagreiðslan bindandi og ekki þyrfti að storka 48. gr. stjórnarskrárinnar eða stóla á lýræðislega sannfæringu hvers einasta þingmanns.
Ætlaði að segja það sem Helgi sagði, sérstaklega þetta með stjórnarskránna. Hann gerði það bara fyrst og betur en ég hefði gert.
Þannig að, það sem Helgi sagði.
Þannig að, það sem Helgi sagði.
Ég fylgdist með fundinum, hann var ágætur að mörgu leyti. Komið var inn á þann punkt að þetta henti í þjóðaratkvæðagreiðslu. Að það sé á ábyrgð stjórnmálamanna að kynna kostina og að almenningur taki í kjölfarið upplýsta ákvörðun. Vandinn við það er að á tímum sjúklegs vantrausts, þá er upplýst ákvarðanataka tálsýn. Tóku Bretar upplýsta ákvörðun með Brexit, eða Trump?
Brexit er kannski sérstaklega sambærilegt að þessu leyti, enda hefði sú atkvæðagreiðsla aldrei átt að verða. Ég er fylgjandi EES, ég er hræddur um að höfnun á þessu hefði afleiðingar fyrir þann samning. Þrátt fyrir sérhagsmunagæslu ákveðinni afla á landbúnaði, þá þora þau ekki öðru en að innleiða tilskipun um innflutning á kjöti, sem er tilskipun frá EES.
Þessi Orkupakka umræðu er farsi Miðflokksins, sérhannaður til þess að ná í atkvæði. Ég segi nei með þeim orðum að lýðræði er ekki alltaf gott, þjóðin veit ekki alltaf best. Breska þjóðin vissi það ekki í Brexit. Sú íslenska ekki í þessu.
Brexit er kannski sérstaklega sambærilegt að þessu leyti, enda hefði sú atkvæðagreiðsla aldrei átt að verða. Ég er fylgjandi EES, ég er hræddur um að höfnun á þessu hefði afleiðingar fyrir þann samning. Þrátt fyrir sérhagsmunagæslu ákveðinni afla á landbúnaði, þá þora þau ekki öðru en að innleiða tilskipun um innflutning á kjöti, sem er tilskipun frá EES.
Þessi Orkupakka umræðu er farsi Miðflokksins, sérhannaður til þess að ná í atkvæði. Ég segi nei með þeim orðum að lýðræði er ekki alltaf gott, þjóðin veit ekki alltaf best. Breska þjóðin vissi það ekki í Brexit. Sú íslenska ekki í þessu.
„Þriðji orkupakkinn skv. þingskjali 1237-777, skuli lagður í dóm þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu í kjölfar áreiðanlegrar upplýsingagjafar skv. upplýsingaskyldu stjórnvalda, þar sem:
i) staðreyndir og álitamál eru reifuð með hlutlausum hætti og
ii) allar lagabreytingar sem þarf til innleiðingar orkupakkans skýrðar.
Þingmönnum beri að fylgja þeirri afstöðu sem þjóðin tekur í þjóðaratkvæðagreiðslu um þriðja orkupakkann.“Ég get ekki séð hvernig þessi umræða ætti að geta farið fram miðað við hvernig umræðan um O3 hefur farið fram, staðreyndir málsins skipta ekki máli, þótt vitleysa sé leiðrétt, er henni samt haldið endurtekið fram, almennur kjósandi hefur hvorki þekkingu né áhuga til þess að kynna sér málið af alvöru, það er eiginlega öllum drullu sama. Ég held bara að hugmynd Sjálfstæðismanna um að kosið yrði um sæstreng ef af því verður sé einfaldlega miklu skynsamlegri hugmynd, en það er eitthvað sem allir eru tilbúnir að ræða, hafa skoðun á, og geta rætt málið af viti. Hvort svosem Sjálfstæðismenn ætli að standa við það eða ekki, þá tel ég það vera skynsamlegast að fara þá leið fyrir okkur, þótt þeirra ætlun værir að ganga bak orða sinna þá getum við staðið við það og þrýst á með öllum tiltækum ráðum að það verði gert.Ég mun kjósa á móti þessu.
i) staðreyndir og álitamál eru reifuð með hlutlausum hætti og
ii) allar lagabreytingar sem þarf til innleiðingar orkupakkans skýrðar.
Þingmönnum beri að fylgja þeirri afstöðu sem þjóðin tekur í þjóðaratkvæðagreiðslu um þriðja orkupakkann.“Ég get ekki séð hvernig þessi umræða ætti að geta farið fram miðað við hvernig umræðan um O3 hefur farið fram, staðreyndir málsins skipta ekki máli, þótt vitleysa sé leiðrétt, er henni samt haldið endurtekið fram, almennur kjósandi hefur hvorki þekkingu né áhuga til þess að kynna sér málið af alvöru, það er eiginlega öllum drullu sama. Ég held bara að hugmynd Sjálfstæðismanna um að kosið yrði um sæstreng ef af því verður sé einfaldlega miklu skynsamlegri hugmynd, en það er eitthvað sem allir eru tilbúnir að ræða, hafa skoðun á, og geta rætt málið af viti. Hvort svosem Sjálfstæðismenn ætli að standa við það eða ekki, þá tel ég það vera skynsamlegast að fara þá leið fyrir okkur, þótt þeirra ætlun værir að ganga bak orða sinna þá getum við staðið við það og þrýst á með öllum tiltækum ráðum að það verði gert.Ég mun kjósa á móti þessu.
Jey, þjóðaratkvæðagreiðslur! Og jey, lýðræði!
Ég er samt á móti þessari tillögu. Ekki vegna þess að ég vil ekki aðkomu almennings, heldur vegna þess að ég tel að umræðan um 3OP sé bara umbúðir utan um umræðu um vantraust til stjórnmála, hræðsluáróður um útlönd og þjóðerniseinangrunarhyggju. „Áreiðanleg upplýsingagjöf“ hefur engu breytt þar um.
Takmörkum þjóðaratkvæðagreiðslur við málefni sem eru um málefnið í alvörunni.
Ég er samt á móti þessari tillögu. Ekki vegna þess að ég vil ekki aðkomu almennings, heldur vegna þess að ég tel að umræðan um 3OP sé bara umbúðir utan um umræðu um vantraust til stjórnmála, hræðsluáróður um útlönd og þjóðerniseinangrunarhyggju. „Áreiðanleg upplýsingagjöf“ hefur engu breytt þar um.
Takmörkum þjóðaratkvæðagreiðslur við málefni sem eru um málefnið í alvörunni.
Mér finnst vanta sterkari umfjöllun og rök fyrir o3 frá ríkistjórninni. Ef það yrði kosið um o3 þá væri það ríkari skylda þeirra sem skipa ríkistjórn Íslands að koma fram með þessi rök sem gætu þá samfært fólk á markvissari hátt um ágæti o3. Nóg er af rökunum á móti sem gerir það að verkum að fólk fær einhliða umfjöllun. Ég er ekki búin að taka ákvörðun hvort ég sé með eða á móti. En ég get lesið fullt af rökum á móti en færri með og finnst mér ég ekki geta tekið afstöðu fyrr en ég fæ sterkari rök með o3. Ekki bara rökin um að hann breyti engu fyrir okkur því ef hann breytir engu til hvers þá að innleiða hann. Með því að setja þetta í kosningu þá þarf að upplýsa fólk betur með rökum og setur ríkari skildu fyrir ríkið að koma með sterkari rök fyrir o3. Þá fyrst er komið jafnvægi á rökum með og á móti sem gerir fólk betur upplýst. Í dag er þetta einhliða umfjöllun.
Greiði atkvæði með.
Lýðræði og upplýsingar. Píratalegra verður það ekki. Lesið athugasemdirnar hans Helga Hrafns að ofan.Ef þetta er samþykkt hér (líklegt) og svo tillaga okkar þingpíratanna á Alþingi um að þetta taki ekki gildi nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu (ólíklegt) þá munu áhrifin vera þau, eftir upplýsta umræðu um málið (já það tókst með Icesave) að þessi 3OP er ekki hættulegur og hræðsluáróður Miðflokksmanna og Orkunnar Okkar verður öllum ljós.
Það væri gott fyrir lýðræðið og vel upplýstar ákvarðannir. Mjög Píratalegt, takk 🙂
Lýðræði og upplýsingar. Píratalegra verður það ekki. Lesið athugasemdirnar hans Helga Hrafns að ofan.Ef þetta er samþykkt hér (líklegt) og svo tillaga okkar þingpíratanna á Alþingi um að þetta taki ekki gildi nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu (ólíklegt) þá munu áhrifin vera þau, eftir upplýsta umræðu um málið (já það tókst með Icesave) að þessi 3OP er ekki hættulegur og hræðsluáróður Miðflokksmanna og Orkunnar Okkar verður öllum ljós.
Það væri gott fyrir lýðræðið og vel upplýstar ákvarðannir. Mjög Píratalegt, takk 🙂
Klarlega i þjoðaratvæði takk ef það væri kosið nuna um op3 myndi þjoðin fella þetta það vantar að kynna þetta betur fyrir þjoðinni eg treysti ekki þeim a þingi til að akveða þetta mal
Beint lýðræði og valdið til fólksins er eitthvað sem ég styð alltaf. Ég hef fulla trú á því að það sé hægt að miðla upplýsingum til þeirra sem ekki eru búnir að festa sig í einhverjum skotgröfum og fólk sé almennt fært um að taka upplýstar ákvarðanir. Ég styð þetta eindregið
Tek undir með bæði @helgihg og GAusta
Takk fyrir að útskýra þetta með bindandi vinkilinn gat ekki fundið þetta út sjálf, þegar það var verið að ræða muninn á ráðgefandi og bindandi. Ég hélt að þetta yrði að vera ráðgefandi en var samt með þennan vinkil á tungu broddinum bara einfaldlega ekki nógu vel að mér til þess að skilja útfærsluna fyrr enn núna.Ég vil þetta í þjóðaratkvæðagreiðslu með þeim breytingum sem @helgihg nefnir. En ég veit ekki en hvernig ég mun kjósa ef hún verður að raunveruleika.*****En eitt er ég vissum – ég vil alls ekki að miðflokkurinn slái sig til riddara beinslýðræðis og Píratar sitji hjá með hendur í vösum.*****Annars mæli ég með þessari grein ég er en að stúdera það sem í henni stendur. En greinilega einhver lögfróður að skrifa.
http://www.ogmundur.is/frjalsir-pennar/2019/08/kari-skrifar-thunn-og-sjoblondud-steypa-professors-thridji-orkupakkinn
Takk fyrir að útskýra þetta með bindandi vinkilinn gat ekki fundið þetta út sjálf, þegar það var verið að ræða muninn á ráðgefandi og bindandi. Ég hélt að þetta yrði að vera ráðgefandi en var samt með þennan vinkil á tungu broddinum bara einfaldlega ekki nógu vel að mér til þess að skilja útfærsluna fyrr enn núna.Ég vil þetta í þjóðaratkvæðagreiðslu með þeim breytingum sem @helgihg nefnir. En ég veit ekki en hvernig ég mun kjósa ef hún verður að raunveruleika.*****En eitt er ég vissum – ég vil alls ekki að miðflokkurinn slái sig til riddara beinslýðræðis og Píratar sitji hjá með hendur í vösum.*****Annars mæli ég með þessari grein ég er en að stúdera það sem í henni stendur. En greinilega einhver lögfróður að skrifa.
http://www.ogmundur.is/frjalsir-pennar/2019/08/kari-skrifar-thunn-og-sjoblondud-steypa-professors-thridji-orkupakkinn
Ég greiði atkvæði með tillögunni. Beint lýðræði, sjálfsákvörðunarréttur og valddreifing. Þetta er eins Píratalegt og það getur verið.
Ég fagna tillögu HHG um að bæta tillöguna enn frekar og ummælum Jóns Þórs -og treysti þinghópnum alfarið til að sjá um tæknilegar útfærslur á þessu til að það samrýmist stjórnarskrá og þingsköpum.
Ég er ein af þeim sem er meðmælt OP3 (ekki meðmælt en ég sé ekki hættuna sem stafar af honum og er þar af leiðandi nákvæmlega jafnsama um hann og aðrar gjörðir sem við tökum upp frá Brussel, fagna neytendaverndar-, jafnræðis- og gagnsæisákvæðum o.fl.).
En mig langar að nefna v/ upplýsingaskyldu stjórnvalda (ég vildi fá það inn í tillöguna). Mér finnst ekki ganga að stjórnvöld sinni ekki upplýsingaskyldu við almenning, sérstaklega þegar um ræðir mál sem varða auðlindir þjóðarinnar. Það er texti inni á ráðuneytisvefnum sem er brandari. Allt annað sem komið hefur frá stjórnvöldum eru skoðanapistlar. Engar staðreyndir. Stjórnvöld eiga að taka saman staðreyndir og senda inn á hvert heimili -og leiðrétta staðreyndavillur í umferð. Það eru í raun bara Píratar og Miðflokksmenn (plús SjálfstæðisMiðflokksmenn) sem hafa dreift og tekið efnislega umræðu. Þar sem xM er á móti OP3 en flestir Píratar sem ég hef talað við eru meðmæltir (eða skítsama) -þá kemur það út eins og við séum málpípa ríkisstjórnarinnar. Ég vil skylda stjórnvöld til að sinna þessu lögbundna hlutverki sínu almennilega í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslu.
Ég er ekki að tala um umræður, fleiri skoðanapistla eða öskurkeppni -heldur upplýsingagjöf. Staðreyndir á blaði þar sem OP3 er útskýrður á mannamáli.
Ég fagna tillögu HHG um að bæta tillöguna enn frekar og ummælum Jóns Þórs -og treysti þinghópnum alfarið til að sjá um tæknilegar útfærslur á þessu til að það samrýmist stjórnarskrá og þingsköpum.
Ég er ein af þeim sem er meðmælt OP3 (ekki meðmælt en ég sé ekki hættuna sem stafar af honum og er þar af leiðandi nákvæmlega jafnsama um hann og aðrar gjörðir sem við tökum upp frá Brussel, fagna neytendaverndar-, jafnræðis- og gagnsæisákvæðum o.fl.).
En mig langar að nefna v/ upplýsingaskyldu stjórnvalda (ég vildi fá það inn í tillöguna). Mér finnst ekki ganga að stjórnvöld sinni ekki upplýsingaskyldu við almenning, sérstaklega þegar um ræðir mál sem varða auðlindir þjóðarinnar. Það er texti inni á ráðuneytisvefnum sem er brandari. Allt annað sem komið hefur frá stjórnvöldum eru skoðanapistlar. Engar staðreyndir. Stjórnvöld eiga að taka saman staðreyndir og senda inn á hvert heimili -og leiðrétta staðreyndavillur í umferð. Það eru í raun bara Píratar og Miðflokksmenn (plús SjálfstæðisMiðflokksmenn) sem hafa dreift og tekið efnislega umræðu. Þar sem xM er á móti OP3 en flestir Píratar sem ég hef talað við eru meðmæltir (eða skítsama) -þá kemur það út eins og við séum málpípa ríkisstjórnarinnar. Ég vil skylda stjórnvöld til að sinna þessu lögbundna hlutverki sínu almennilega í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslu.
Ég er ekki að tala um umræður, fleiri skoðanapistla eða öskurkeppni -heldur upplýsingagjöf. Staðreyndir á blaði þar sem OP3 er útskýrður á mannamáli.
Það sem @alfa sagði ættu allir að lesa.
@alfa neglir þetta kjósum Já með þessari tillögu
Yfirvöld hafa reyndar gefið út slatta um þetta, en það er minna um að fólk ýmist viti af því eða taki mark á því (vegna þess að þau eru víst ekki hlutlaus).
Hérna er t.d. að finna slatta á eins miklu mannamáli og hægt er að hafa nákvæmegar upplýsingar um pakkann:
https://www.stjornarradid.is/verkefni/audlindir/orkumal/spurningar-og-svor-um-thridja-orkupakka-esb/Sjálfur átta ég mig ekki alveg á því hvernig yfirvöld ættu að koma frá sér skýrari skýringum öðruvísi en með skoðanagreinum og þess háttar. Vandinn er eftir sem áður sá að það er einfaldlega svo MIKIÐ sagt rangt um málið, og það er einfaldlega tönnlast á rangfærslunum og bábiljunum, sama hversu oft og ítarlega þeim er svarað.En vandinn við „mannamálið“ er líka að „landráð“ og „stjórnarskrárbrot“ heyra til mannamáls á meðan „lagalegur fyrirvari“, „tveggja stoða kerfi“ og „kerfisöng“ gera það ekki. Málið er í eðli sínu tæknilegt og verður ekki útskýrt á mannamáli nema fólk hafi tíma og nennu til að hlusta og pæla svolítið. Það er líka vandinn; það kostar hvorki tíma né orku að útskýra ofureinföldum eða jafnvel tóma þvælu, á meðan það kostar tíma og orku að skilja málið eins og það raunverulega er.Þannig veit ég ekki hvernig yfirvöld ættu að standa að betri kynningu um málið en þau hafa þegar gert, komi til þjóðaratkvæðagreiðslu. Staðreyndirnar eru þarna og hafa verið margítrekaðar. Það bara virðist ekki duga til.Hitt er síðan að með þjóðaratkvæðagreiðslu myndi umræðan sjálf vonandi breytast – ekki frá stjórnvöldum heldur meðal fjölmiðla og almennings – enda eitt að kynna sér mál af áhuga, og annað að kynna sér mál vegna þess að maður ræður niðurlögum þess.Vandi minn er eftir sem áður prinsippið um það hvað eigi heima í þjóðaratkvæðagreiðslu og hvað ekki. Mér finnst að það eigi að vera skýrt og fyrirsjáanlegt hvaða lýðræðislegu meðferð mál fái. Ég skil ennfremur ekki hvers vegna það hefur ekki tekist að safna undirskriftum 10% kjósenda ef það er raunverulegur áhugi fyrir því að þetta mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu. Af hverju gengur það svona illa ef kjósendur vilja fá þetta í þjóðaratkvæðagreiðslu?Hitt er svo að Píratar geta sett sér þá stefnu sem þeim sýnist og hún gildir þá. Hér eru bara rök færð gegn því að samþykkja þetta mál að svo stöddu (þar til 10% kjósenda hafa beðið um það), en ef við ákveðum að gera þetta, þá bara gerum við það eins vel og með eins ábyrgum hætti og okkur er unnt.
Hérna er t.d. að finna slatta á eins miklu mannamáli og hægt er að hafa nákvæmegar upplýsingar um pakkann:
https://www.stjornarradid.is/verkefni/audlindir/orkumal/spurningar-og-svor-um-thridja-orkupakka-esb/Sjálfur átta ég mig ekki alveg á því hvernig yfirvöld ættu að koma frá sér skýrari skýringum öðruvísi en með skoðanagreinum og þess háttar. Vandinn er eftir sem áður sá að það er einfaldlega svo MIKIÐ sagt rangt um málið, og það er einfaldlega tönnlast á rangfærslunum og bábiljunum, sama hversu oft og ítarlega þeim er svarað.En vandinn við „mannamálið“ er líka að „landráð“ og „stjórnarskrárbrot“ heyra til mannamáls á meðan „lagalegur fyrirvari“, „tveggja stoða kerfi“ og „kerfisöng“ gera það ekki. Málið er í eðli sínu tæknilegt og verður ekki útskýrt á mannamáli nema fólk hafi tíma og nennu til að hlusta og pæla svolítið. Það er líka vandinn; það kostar hvorki tíma né orku að útskýra ofureinföldum eða jafnvel tóma þvælu, á meðan það kostar tíma og orku að skilja málið eins og það raunverulega er.Þannig veit ég ekki hvernig yfirvöld ættu að standa að betri kynningu um málið en þau hafa þegar gert, komi til þjóðaratkvæðagreiðslu. Staðreyndirnar eru þarna og hafa verið margítrekaðar. Það bara virðist ekki duga til.Hitt er síðan að með þjóðaratkvæðagreiðslu myndi umræðan sjálf vonandi breytast – ekki frá stjórnvöldum heldur meðal fjölmiðla og almennings – enda eitt að kynna sér mál af áhuga, og annað að kynna sér mál vegna þess að maður ræður niðurlögum þess.Vandi minn er eftir sem áður prinsippið um það hvað eigi heima í þjóðaratkvæðagreiðslu og hvað ekki. Mér finnst að það eigi að vera skýrt og fyrirsjáanlegt hvaða lýðræðislegu meðferð mál fái. Ég skil ennfremur ekki hvers vegna það hefur ekki tekist að safna undirskriftum 10% kjósenda ef það er raunverulegur áhugi fyrir því að þetta mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu. Af hverju gengur það svona illa ef kjósendur vilja fá þetta í þjóðaratkvæðagreiðslu?Hitt er svo að Píratar geta sett sér þá stefnu sem þeim sýnist og hún gildir þá. Hér eru bara rök færð gegn því að samþykkja þetta mál að svo stöddu (þar til 10% kjósenda hafa beðið um það), en ef við ákveðum að gera þetta, þá bara gerum við það eins vel og með eins ábyrgum hætti og okkur er unnt.
Ég held að það sér þjóðráð að setja þetta mál í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort sem fólk er með eða á móti því að samþykkja þessa orkumálastefnu ESB í íslenska löggjöf eða ekki.
Það er fullt af fólki sem er annaðhvort ósátt eða óvisst í sinni sök vegna misvísandi upplýsinga í umræðunni. En áður en þjóðaratkvæðagreiðsla verður mundi fara fram fræðandi umræða með og á móti, kannski með samanburði við reynslu annarra þjóða og raungögnum settum fram á upplýsandi máta.
Það er fullt af fólki sem er annaðhvort ósátt eða óvisst í sinni sök vegna misvísandi upplýsinga í umræðunni. En áður en þjóðaratkvæðagreiðsla verður mundi fara fram fræðandi umræða með og á móti, kannski með samanburði við reynslu annarra þjóða og raungögnum settum fram á upplýsandi máta.
Ég tek undir rök Helga Hrafns að ofan. Þó svo að það sé almennt ágætt að tryggja fólki getu til að hafa ákvörðunarrétt í umdeildum málum sem þessum, þá er ég ekki sannfærður um að það sé á nokkurn hátt gagnlegt fyrir þetta mál, sem er fyrir löngu drukknað í rangfærslum (á svipaðan hátt og Brexit), sé sett í þjóðaratkvæðagreiðslu án þess að hafa fengið skriflegt að meira en eitt prósent þjóðarinnar sé raunverulega það heit fyrir málinu að það sé þörf á þjóðaratkvæðagreiðslu.
Ef það er ekki fylgt öllu lýðræðislega ferlinu, heldur bara þeim hluta þess þar sem meirihluti þeirra sem nenna að mæta fá að ráða, þá er hætt við að þetta verði meiri æfing í skrílræði en lýðræði. Það er að segja, hávær minnihluti nær með hávaða að þröngva fram ferli sem allir ættu að geta verið sammála um að þurfi töluvert stærri minnihluta til að gangsetja. Að svo sögðu mun ég að sjálfsögðu virða niðurstöðu þessarar atkvæðagreiðslu – en mun kjósa gegn þessu þar sem mér finnst þetta vera röng leið að svo stöddu.
Ef það er ekki fylgt öllu lýðræðislega ferlinu, heldur bara þeim hluta þess þar sem meirihluti þeirra sem nenna að mæta fá að ráða, þá er hætt við að þetta verði meiri æfing í skrílræði en lýðræði. Það er að segja, hávær minnihluti nær með hávaða að þröngva fram ferli sem allir ættu að geta verið sammála um að þurfi töluvert stærri minnihluta til að gangsetja. Að svo sögðu mun ég að sjálfsögðu virða niðurstöðu þessarar atkvæðagreiðslu – en mun kjósa gegn þessu þar sem mér finnst þetta vera röng leið að svo stöddu.
Þjóðaratkvæðagreiðslu takk.
Ég ætla að kjósa á móti.
Þó tel ég það sem Alfa segir hér að ofan alger negla ég treysti bara ekki stjórnvöldum til að leiðrétta rangfærslurnar sem hafa komið og held að þessi ríkisstjórn sé ekki þess megnug að halda uppi réttlátum umræðum og gefa út réttar upplýsingar.
Þó tel ég það sem Alfa segir hér að ofan alger negla ég treysti bara ekki stjórnvöldum til að leiðrétta rangfærslurnar sem hafa komið og held að þessi ríkisstjórn sé ekki þess megnug að halda uppi réttlátum umræðum og gefa út réttar upplýsingar.
Ég tel greinargerð ekki nógu greinargóð. Auk þess getur atkvæðagreiðsla ekki á sama tíma verið ráðgefandi og hins vegar skuldbinda þingmenn til að fylgja niðurstöðunni. Auk þess er ekki hægt að þetta þingmenn skuldbinda sig við ákveðna niðurstöðu vegna laga um sannfæringu þingmanna. Hún verður þannig of forræðis leg og verur frekar að löngum við hætti í stað þess að vekja athygli á auðlindum okkar, þjóðareign Íslendinga og væri stjórnarskrár og frumvarps Pírata um stjórnlagaráð.
Ég vil aftur á moti sjá meira um sterkar ályktanir og manifesto frá okkur. Það vantar frekari rökstuðning við það að styðja, hafna eða gagnrýna O3.
Ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla er frekar máttlaust verkfæri í núverandi umhverfi og ekki væri hægt nema að biðla til þingmanna að fylgja niðurstöðu.
Ég vil aftur á moti sjá meira um sterkar ályktanir og manifesto frá okkur. Það vantar frekari rökstuðning við það að styðja, hafna eða gagnrýna O3.
Ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla er frekar máttlaust verkfæri í núverandi umhverfi og ekki væri hægt nema að biðla til þingmanna að fylgja niðurstöðu.
Ég hef verið talsmaður þess að þjóðaratkvæðisgreiðslum fylgi ábyrgð og að sú ábyrgð lærist ekki án þess að fá að gera mistök. Þá þarf samt þjóðin að þurfa að horfast í augu við að mistökin eru hennar eigin en ekki misgóðra stjórnmálamanna sem ljúga allir og gera ekkert rétt. Ég er í togstreytu með þetta af því að ég held að Íslendingar myndu Brexita sjálfa sig hér en ég verð að vera fylginn sannfæringu minna að kannski er það eitthvað sem þjóðin verður þá að fá að gera við sjálfa sig svo að hún læri að taka pólitíska ábyrgð.
*Sjálfsábyrgð
Ég kýs já.
Finnst mér málið og umfjöllun um það svo pólaríserandi að það er fullkomið til þess að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu. Jafnframt er umrótið í stjórnmálunum þannig að þetta er fullkomið mál til þess að leggja grunn að því að kynna íslendinga fyrir raunverulegum lýðræðislegum ferlum. Innan sjálfstæðisflokksins er verið að safna í fylkingar til að fella málið og því kjöraðstæður til þess að fá grasrót sjálfstæðisflokksins til þess að fá smjörþef af því hvernig ísland gæti verið betra með þjóðaratkvæðagreiðslum.
Svo er það efnislega málið sjálft, Ef það er rétt hjá þeim sem málinu fylgja að það hafi enginn raunveruleg áhrif á orkubúskap eða rekstur í kringum hann þá kann þetta að vera ágætis prófsteinn með litlum afleiðingum á hvorn veginn sem það fer.
Hinsvegar verður það raunverulegur lærdómur fyrir þá sem fylgjandi eru þjóðaratkvæði í hve miklu mæli er hægt að sveiga almenningsálit með kostuðum auglýsingum og stjórn á fjölmiðlum.
Jafnframt er það líka ágætis skóli fyrir þá sem eru einharðir á hvorn veginn að sjá hvort að sú skrumskæling sannleikans sem miðflokkurin býður uppa nær daglega verði ekki að veruleika.
Svo að lokum þá er erfið staða að vera flokkur sem boðar þjóðaratkvæðagreiðslur í þjóðrifamálum með hægri höndinni en telja svo með þeirri vinstri að þjóðaratkvæðagreiðsla henti ekki í þessu máli því það sé svo skekkt umfjöllun um það.
Finnst mér málið og umfjöllun um það svo pólaríserandi að það er fullkomið til þess að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu. Jafnframt er umrótið í stjórnmálunum þannig að þetta er fullkomið mál til þess að leggja grunn að því að kynna íslendinga fyrir raunverulegum lýðræðislegum ferlum. Innan sjálfstæðisflokksins er verið að safna í fylkingar til að fella málið og því kjöraðstæður til þess að fá grasrót sjálfstæðisflokksins til þess að fá smjörþef af því hvernig ísland gæti verið betra með þjóðaratkvæðagreiðslum.
Svo er það efnislega málið sjálft, Ef það er rétt hjá þeim sem málinu fylgja að það hafi enginn raunveruleg áhrif á orkubúskap eða rekstur í kringum hann þá kann þetta að vera ágætis prófsteinn með litlum afleiðingum á hvorn veginn sem það fer.
Hinsvegar verður það raunverulegur lærdómur fyrir þá sem fylgjandi eru þjóðaratkvæði í hve miklu mæli er hægt að sveiga almenningsálit með kostuðum auglýsingum og stjórn á fjölmiðlum.
Jafnframt er það líka ágætis skóli fyrir þá sem eru einharðir á hvorn veginn að sjá hvort að sú skrumskæling sannleikans sem miðflokkurin býður uppa nær daglega verði ekki að veruleika.
Svo að lokum þá er erfið staða að vera flokkur sem boðar þjóðaratkvæðagreiðslur í þjóðrifamálum með hægri höndinni en telja svo með þeirri vinstri að þjóðaratkvæðagreiðsla henti ekki í þessu máli því það sé svo skekkt umfjöllun um það.
Ég er mjög hrifinn af 10% reglunnu í nýrri stjórnarskránni eða uppfærði stjórnarskránnni sem ég vil frekar kalla hana. Er meira lýsandi að mínu mati en „ný“.
Þar sem ég hef hvergi séð undirskriftalista yfir OP3 sem nær því mun ég segja nei við þessu. Og mun snarlega breyta því ef þessi 10% mundu biðja um kosningu.
Þar sem ég hef hvergi séð undirskriftalista yfir OP3 sem nær því mun ég segja nei við þessu. Og mun snarlega breyta því ef þessi 10% mundu biðja um kosningu.
Það er bagalegt að geta ekki uppfært tillögur í kosningakerfinu. Það sem Helgi leggur til er einfaldlega betri útfærsla og við ættum að fara þá leið ef við förum út í þjóðaratkvæði.
Það er fullt af dóti sem ætti erindi í þjóðaratkvæði mun frekar. T.d. endurkoma hersins, Hvalárvirkjun, framtíð sölu áfengis.
Ég neita að láta Brexitera á borð við miðflokkinn koma óorði á þjóðaratkvæði með svona rugli. Þetta er kostnaðarsamt og ætti ekki að vera trítað sem djók.
Það er fullt af dóti sem ætti erindi í þjóðaratkvæði mun frekar. T.d. endurkoma hersins, Hvalárvirkjun, framtíð sölu áfengis.
Ég neita að láta Brexitera á borð við miðflokkinn koma óorði á þjóðaratkvæði með svona rugli. Þetta er kostnaðarsamt og ætti ekki að vera trítað sem djók.
Ég tel eðlilegt og raunhæft að láta reyna á þennan möguleika.
Í greinargerð kemur fram: „Málið varðar orkuauðlindir þjóðarinnar og þjóðin hafi óskoraðan rétt til að sýsla um eigin auðlindir. Í ljósi þess að ný stjórnarskrá með sterku auðlindaákvæði hefur ekki tekið gildi, þrátt fyrir skýran vilja þjóðarinnar þar um, sbr. niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu frá 2012, þá er eðlilegt að þjóðin fái síðasta orðið.“
Í greinargerð kemur fram: „Málið varðar orkuauðlindir þjóðarinnar og þjóðin hafi óskoraðan rétt til að sýsla um eigin auðlindir. Í ljósi þess að ný stjórnarskrá með sterku auðlindaákvæði hefur ekki tekið gildi, þrátt fyrir skýran vilja þjóðarinnar þar um, sbr. niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu frá 2012, þá er eðlilegt að þjóðin fái síðasta orðið.“
@HakonJoh: Málið varðar hvorki umsýslu, nýtingarrétt né eignarhald yfir auðlindum. Það hafa margir áhyggjur af því en ennþá hefur enginn getað sýnt stafkrók í aktúal pakkanum um neitt af því. Ástæðan er sú að það er ekki í honum.
Mér finst dálítið fyndið hér þessi vísun í afvegaleiðandi umræðu um málefnið, að það sé drukknað í rangfærslum og það sett sem ástæða þess að fara ekki út í þetta.
Er það ekki annars mjög algengt?
Ég veit ekki betur en að t.a.m. nýlenska (e. Newspeak) þar sem staðreyndir eru togaðar og teygðar; öllu snúið við – sé ástundað grimmilega hér í umræðunni og hafi verið gert í mjög langan tíma.
Jónas heitinn fjallaði oft um þetta í pistlum sínum. http://www.jonas.is/?s=newspeak
Er það ekki annars mjög algengt?
Ég veit ekki betur en að t.a.m. nýlenska (e. Newspeak) þar sem staðreyndir eru togaðar og teygðar; öllu snúið við – sé ástundað grimmilega hér í umræðunni og hafi verið gert í mjög langan tíma.
Jónas heitinn fjallaði oft um þetta í pistlum sínum. http://www.jonas.is/?s=newspeak
http://www.jonas.is/newspeak-stjornmalanna/
Ég vil taka orð Þórarins Einarssonar sem hann setur inn vegna o3 og þessara kosninga þar sem hann segir ,,Nú stendur yfir kosning Pírata um þriðja orkupakkann og ég hef tekið eftir því að helstu rök gegn tillögunni um þjóðaratkvæði vísa til afstöðu Miðflokksins í málinu. Í ljósi þess vil ég benda á að þetta sjónarmið brýtur gegn grunngildum Pírata, en í 1.2 segir: „Afstaða Pírata til hugmynda er óháð því hverjir talsmenn hennar eru.“ Píratar eiga auðvitað að virða þetta, taka sjálfstæða afstöðu til málsins og ekki láta hana byggja á afstöðu annara flokka eða út frá hverjir séu helstu talsmenn baráttunnar gegn þriðja orkupakkanum“.
Svo eru það líka grein 4.2, 4.6, 6.1 og 6.3 í grunnstefnunni sem taka má inní .
Já.
Já…!
Og ég er ekki að skilja afhverju það ætti ekki að leyfa þjóðinni að kjósa um sem flest, að eitthvað sé „ekki heppilegt í kosningu“ eru nkl. sömu fávitalegu rökin og notað var gegn Icesave-kosningunum… Og er beinlínis GEGN öllum tilgangi okkar sem tókum þátt í að stofna flokkinn á sínum tíma…
Ef þjóðin er ekki „hæf“ til að taka ákvörðun fyrir sjálfan sig, afhverju ætti Alþingi þá að geta það eitthvað frekar…?
Er ekki þingið þverskurður þjóðarinnar…?
Eða er það bara þannig á hátíðarstundum og fyrir kosningar…?
Á sínum tíma fór ég framá að fulltrúar Pírata, og starfsfólk, skrifuðu undir drengskaparheit við grunnstefnuna og kóðann, til að hafa alla inná þeirri stefnu sem lagt var upp með í byrjun… Það þótti ekki vinsæl hugmynd á sínum tíma, einhverra hluta vegna…? (Þó að fulltrúar flokksins skrifi undir drengskaparheit við það að taka sæti á Alþingi, n.b…)
Teknókratarnir innan raða Pírata hafa ekki neinn áhuga á að fara eftir grunnstefnunni og kóðanum, að mínu mati… Og eru þeir smátt og smátt að eyðileggja flokkinn…
Og ég er ekki að skilja afhverju það ætti ekki að leyfa þjóðinni að kjósa um sem flest, að eitthvað sé „ekki heppilegt í kosningu“ eru nkl. sömu fávitalegu rökin og notað var gegn Icesave-kosningunum… Og er beinlínis GEGN öllum tilgangi okkar sem tókum þátt í að stofna flokkinn á sínum tíma…
Ef þjóðin er ekki „hæf“ til að taka ákvörðun fyrir sjálfan sig, afhverju ætti Alþingi þá að geta það eitthvað frekar…?
Er ekki þingið þverskurður þjóðarinnar…?
Eða er það bara þannig á hátíðarstundum og fyrir kosningar…?
Á sínum tíma fór ég framá að fulltrúar Pírata, og starfsfólk, skrifuðu undir drengskaparheit við grunnstefnuna og kóðann, til að hafa alla inná þeirri stefnu sem lagt var upp með í byrjun… Það þótti ekki vinsæl hugmynd á sínum tíma, einhverra hluta vegna…? (Þó að fulltrúar flokksins skrifi undir drengskaparheit við það að taka sæti á Alþingi, n.b…)
Teknókratarnir innan raða Pírata hafa ekki neinn áhuga á að fara eftir grunnstefnunni og kóðanum, að mínu mati… Og eru þeir smátt og smátt að eyðileggja flokkinn…
Nei, Sigmundur hefur fengið of mikla athygli í fjölmiðlum, tek undir með Svafar “ Held að Íslendingar myndu Brexita sjálfa sig „
@Kvarkur: Þú gætir grætt mikið á því að læra að setja sjónarmið þín fram málefnalega og án þess að dreifa hatri í garð félaga þinna.
@HakonJoh: Newspeak breytir því ekki hvað stendur í pakkanum sjálfum. Það eina sem er hægt að samþykkja með því að samþykkja þriðja orkupakkann, eru þau ákvæði sem eru í honum. Ef umsýsla, nýtingarréttur eða eignarhald færðist eitthvað annað með samþykkt þriðja orkupakkans, þá kæmi það fram í honum. En það gerir það ekki.
Hérna er þetta vel súmmerað upp: https://www.mbl.is/frettir/innlent/2019/08/16/thad_sem_er_ekki_i_thridja_orkupakkanum/
@HakonJoh: Newspeak breytir því ekki hvað stendur í pakkanum sjálfum. Það eina sem er hægt að samþykkja með því að samþykkja þriðja orkupakkann, eru þau ákvæði sem eru í honum. Ef umsýsla, nýtingarréttur eða eignarhald færðist eitthvað annað með samþykkt þriðja orkupakkans, þá kæmi það fram í honum. En það gerir það ekki.
Hérna er þetta vel súmmerað upp: https://www.mbl.is/frettir/innlent/2019/08/16/thad_sem_er_ekki_i_thridja_orkupakkanum/
Mig langar að ítreka að hér er kosið um hvort málið fari í þjóðaratkvæðagreiðslu, burtséð frá efnislegri afstöðu eins eða neins til OP3, orkumálastefnu ESB eða raforkustefnu Íslendinga.
Það er efni í allt aðra umræðu.
Það er efni í allt aðra umræðu.
„Hann byrjaði!“ 😉 – Nei, djók. Það er samt erfitt að komast hjá því þegar (meint) efnisleg atriði eru notuð sem rökstuðningur fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu. Hér að ofan voru notuð þau rök fyrir tillögunni að þjóðin hefði óskoraðan rétt til að sýsla um eigin auðlindir, sem er að sjálfsögðu hárrétt en eru hinsvegar ekki rök fyrir því að setja þriðja orkupakkann í þjóðaratkvæðagreiðslu vegna þess að hann varðar ekki umsýslu auðlinda.
Það að samþykkja að setja málið í þjóðaratkvæðagreiðslu er í raun að samþykkja málflutning miðflokks og fleiri að þetta mál sé nægilega merkilegt og feli í sér eitthvað sem það gerir sannanlega ekki.
Þetta var alls ekki skot á þig Helgi minn, óheppilegt að þetta koma strax á eftir þínum ummælum 🙂 Bara almenn athugasemd/ítrekun. Og auðvitað alveg rétt að einhver efnisleg umræða um staðhæfingar í ályktuninni séu ræddar. Og svo er ég auðvitað enginn fundarastjóri og umræðan má bara fara þangað sem hún fer 🙂
Tillögu þessari hefur verið hafnað með atkvæðagreiðslu.
Málsnúmer: | 8/2019 |
---|---|
Tillaga: | Stefna um þjóðaratkvæðagreiðslu varðandi orkumálastefnu ESB |
Höfundur: | AlbertSvan |
Í málaflokkum: | Gagnsæi, Lýðræði, Orkumál |
Upphafstími: | 02/08/2019 16:16:39 |
Umræðum lýkur: | 16/08/2019 16:30:00 (0 mínútur) |
Atkvæðagreiðsla hefst: | 09/08/2019 16:30:00 (0 mínútur) |
Atkvæðagreiðslu lýkur: | 16/08/2019 16:30:00 (0 mínútur) |
Atkvæði: | 119 (2 sitja hjá) |
Já: | 49 (41,18%) |
Nei: | 70 |
Niðurstaða: | Hafnað |
https://gamli.frettatiminn.is/2019/08/14/kosid-um-hvort-setja-eigi-orkupakkann-i-thjodaratkvaedagreidslu-a-vef-pirata/
Umræða