Ísland hugsað sem batterí fyrir Evrópu
Haldinn var fundur um Orkupakka 3 fyrir fullu húsi í Keflavík í gær og var fundurinn mjög áhugaverður og fjallað var um orkupakkamálið svokallaða.
Farið var vandlega yfir málið og hvernig á því hefur verið haldið og stöðu Íslands í þessu umdeilda máli. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson kvartaði yfir óvandaðri umræðu um málið og benti á að sjaldan væri það rökrætt, heldur væri yfirleitt ,,farið í mennina“ sem að tjáðu sig um það. Þá gilti engu um hvort að stjórnmálamenn eða fræðingar ættu í hlut. Það væri ráðist að persónum frekar en að kryfja málið til mergjar. Frosti Sigurjónsson benti m.a. á að Ísland sé hugsað sem batterí fyrir Evrópu í komandi framtíð.
Margt merkilegt og fróðlegt kom fram á fundinum sem að var streymt beint í gegnum netið og áhugsamir sem að vilja kynna sér málið geta horft á fundinn hér að neðan:
https://www.facebook.com/midflokkur/videos/346520612959540/