Ragnar Þór Ingólfsson er eins og margir vita mikill tónlistarmaður, þó svo hann sé þekktari fyrir að vera formaður VR nú um stundir.
Hann setti saman góðan texta í leiguflugi með Icelandair sem að mætti alveg sjá fyrir sér í góðu rapp lagi og ekki ólíklegt að Ragnar Þór hafi rappað í flugi sínu til Oslo.
Hann segir á fasbókinni þar sem honum er mikið hælt fyrir hagmælsku, að textasmíðin hafi bara verið gerð í gríni og til þess að hafa gaman af. Eða eins og hann segir sjálfur ,,Það var nú meiningin með þessari færslu að taka þessu með léttleika að leiðarljós 🙂 “
Lítið pláss og brotið borð
Afþreyingin svikin orð
Sætið vont og plássið lítt
Annað auglýst ótt og títt
Gamla vélin hikstaði
En klósettið svínvirkaði
Þetta finnst mér ekki fair
En velkominn í Icelandair
Þeim finnst þetta þó afar leitt
Og ekki fæ ég endurgreitt
Sálin ber samt engin ör
Því gleðin ræður ávalt för
Að komast var jú gleðilegt
Og starfsfólkið var yndislegt