,,Þessir herrar og þetta fólk hefur ekkert umboð til þess að breyta auðlindarákvæðinu“
Ólafur Jónsson, f.v. togara- og aflaskipstjóri, rifjar upp pistil sinn frá árinu 2015 um stjórnarskánna. Nú er Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og hún talar mikið um stjórnarskránna eins og það séu einhverjir aðrir sem eigi að koma að því máli en hún og axla ábyrgð og stýra því. Hver er forsætisráðherra Íslands?
Ekkert hefur breyst frá árinu 2015, þrátt fyrir að VG hafi forsætisráðuneytið. Hvar er auðlindarákvæðið? Hverja snertir auðlindarákvæðið?
Auðlindarákvæðið er ástæða þess að við fengum ekki nýja stjórnarskrá – Græðgi, frekja og yfirgangur
,,Þessir herrar og þetta fólk hefur ekkert umboð til þess að breyta auðlindarákvæðinu. Hvar eru tillögur stjórnlagaþings? Mér er alveg sama hvað þeir gera með allt annað, og við sjáum undirferlið og falsið, sem að færir þeim kvótaeign, þeir ætla að fá nýtingarréttinn í 40 ár og ríkissjóður verður skaðabótaskyldur fyrir leppa LÍÚ! “ Segir Ólafur Jónsson f.v. skipstjóri sem getur með engu móti séð, hver sé skipstjóri ríkisstjórnarinnar?
https://www.facebook.com/olafur.olafur/videos/10207785463779972/