Uppfært kl. 19:07. Þyrlan er að leggja af stað af vettvangi og með henni öll þau þrjú sem í bílunum voru. Vörubifreiðin er í vegkantinum og verður ekki fjarlægð fyrr en á morgun. Vegurinn verður opnaður fljótlega en tafir verða síðan aftur á umferð um vettvang á morgun þegar vörubifreiðin verður fjarlægð en til þess þarf stórvirki tæki. Báðar bifreiðarnar eru mikið skemmdar og a.m.k fólksbifreiðin ónýt.
Uppfært: Umferð minni bíla er stýrt framhjá vettvangi um vegslóða þar nærri. Ökumenn stærri ökutækja þurfa að bíða meðan vettvangs inni lýkur.
Viðbragðsaðilar á Suðurlandi eru nú við störf á vettvangi umferðarslyss á þjóðvegi 1 í Suðursveit. Þar rákust saman vörubifreið og fólksbifreið sem komu úr gagnstæðum áttum. Tvennt var í fólksbifreiðinni, erlendir ferðamenn, og eru bæði slösuð en þó með meðvitund. Meiðsl ökumanns vörubifreiðarinnar eru minni, ef einhver. Þyrla LHG er á leið austur að Hala og er stefnt á að taka sjúklingana þar um borð og flytja til Reykjavíkur. Þjóðvegurinn um slysstað er lokaður sem stendur. Nánari upplýsingar verða gefnar um leið og þær berast.