,,Ríkisstyrking á fjárfestingu útgerðarinnar“
„Ríkisstjórnin vill nú lækka veiðileyfagjöldin um 2 milljarða kr til viðbótar“ — sko. Já en nei. Ég þooooli ekki svona stjórnmál. Þessi lækkun er vegna þess að útgerðin fór í meiri fjárfestingu en gert var ráð fyrir sem lækkar stofninn til veiðigjalds.
Það má alveg deila um það fram og til baka hvort það sé gott fyrirkomulag á veiðigjöldunum og þá hvort það hafi verið góð lagasetning stjórnar að fjárfesting kæmi niður á auðlindagjöldunum, sem er þá eins konar ríkisstyrking á fjárfestingu útgerðarinnar.
En rétt skal vera rétt, ríkisstjórnin er ekki að lækka veiðigjöldin heldur er þetta útreiknuð stærð miðað við uppsetningu laga.
Framsetningin um að ríkisstjórnin sé að lækka veiðigjöldin er ekki nákvæm og ekki sanngjörn (ekki það að það sé margt sanngjarnt í þessu veiðigjaldafyrirkomulagi þá skal rétt vera rétt)“ Segir Björn Leví Gunnarsson Þingmaður Pírata
https://gamli.frettatiminn.is/2019/11/06/rikisstjornin-aetlar-ad-fella-nidur-stimpilgjold-a-skipa-og-kvotaeigendur/