Suðaustan rok og rigning (Appelsínugult ástand)
Höfuðborgarsvæðið
Suðaustan hvassviðri eða stormur og rigning (Gult ástand) – 10 nóv. kl. 14:00 – 21:30
Suðaustan 18-23 m/s og rigning. Mögulega varasamir sviptivindar í efri byggðum og við háar byggingar. Fólk er hvatt til að sýna aðgát og ganga frá lausum munum til að forðast tjón.
Suðurland
Suðaustan stormur og rigning (Gult ástand) – 10 nóv. kl. 12:00 – 20:00
Suðaustan 18-25 m/s og rigning. Vindhviður 30-40 m/s við fjöll. Getur verið varasamt að vera á ferðinni, sérílagi á ökutækjum sem eru viðkvæm fyrir vindi. Fólk er hvatt til að sýna aðgát og ganga frá lausum munum til að forðast tjón.
Faxaflói
Suðaustan stormur og rigning (Gult ástand) – 10 nóv. kl. 12:00 – 20:30
Suðaustan 18-25 m/s og rigning. Vindhviður 30-40 m/s við fjöll. Getur verið varasamt að vera á ferðinni, sérílagi á ökutækjum sem eru viðkvæm fyrir vindi. Fólk er hvatt til að sýna aðgát og ganga frá lausum munum til að forðast tjón.
Breiðafjörður
Suðaustan hvassviðri eða stormur og rigning (Gult ástand) – 10 nóv. kl. 21:00 – 11 nóv. kl. 00:30
Suðaustan 18-23 m/s og rigning, snarpar vindhviður við fjöll. Getur verið varasamt að vera á ferðinni, sérílagi á ökutækjum sem eru viðkvæm fyrir vindi. Fólk er hvatt til að sýna aðgát og ganga frá lausum munum til að forðast tjón.
Strandir og Norðurland vestra
Suðaustan hvassviðri eða stormur (Gult ástand) – 10 nóv. kl. 20:00 – 11 nóv. kl. 03:00
Suðaustan 18-23 m/s og snarpar vindhviður við fjöll. Getur verið varasamt að vera á ferðinni, sérílagi á ökutækjum sem eru viðkvæm fyrir vindi. Fólk er hvatt til að sýna aðgát og ganga frá lausum munum til að forðast tjón.
Norðurland eystra
Suðaustan hvassviðri eða stormur (Gult ástand) – 10 nóv. kl. 21:00 – 11 nóv. kl. 03:00
Suðaustan 18-23 m/s og snarpar vindhviður við fjöll. Getur verið varasamt að vera á ferðinni, sérílagi á ökutækjum sem eru viðkvæm fyrir vindi. Fólk er hvatt til að sýna aðgát og ganga frá lausum munum til að forðast tjón.
Suðausturland
Mikil rigning (Gult ástand) – 10 nóv. kl. 17:00 – 11 nóv. kl. 14:00
Talsverð eða mikil rigning. Búast má við vatnavöxtum í ám og lækjum. Einnig aukið álag á fráveitukerfi og ráðlegt er að huga að niðurföllum. Auknar líkur á skriðuföllum. Suðaustan stormur: Suðaustan 18-25 m/s. Getur verið varasamt að vera á ferðinni, sérílagi á ökutækjum sem eru viðkvæm fyrir vindi. Fólk er hvatt til að sýna aðgát og ganga frá lausum munum til að forðast tjón.
Miðhálendið
Suðaustan rok eða ofsaveður með snjókomu (Gult ástand)
10 nóv. kl. 11:00 – 11 nóv. kl. 01:00
Suðaustan 23-33 m/s og snjókoma eða slydda. Ekkert ferðaveður.
Veðurhorfur á landinu
Suðaustan 18-25 m/s síðdegis og 20-28 um tíma í kvöld á Suðurlandi og Faxaflóasvæðinu. Rigning, jafnvel mikil úrkoma suðaustantil á landinu. Heldur hægari vindur á Norður- og Austurlandi fram á kvöld og úrkomulítið á þeim slóðum. Hiti 3 til 8 stig.
Lægir á landinu seint í kvöld og í nótt, fyrst við suðvesturströndina.
Austan 8-13 á morgun og stöku skúrir eða slydduél norðan- og vestanlands, en hvassara og talsverð rigning um landið suðaustanvert. Kólnar heldur í veðri.
Spá gerð: 10.11.2019 11:35. Gildir til: 12.11.2019 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag:
Suðaustan 8-15 m/s sunnan- og vestanlands, skúrir eða slydduél og hiti 1 til 5 stig. Hægari og þurrt á Norður- og Austurlandi með frosti á bilinu 0 til 6 stig.
Á miðvikudag:
Norðaustlæg átt 3-10 og dálítil él norðaustanlands, en léttskýjað um landið sunnan- og vestanvert. Frost víða 0 til 6 stig.
Á fimmtudag:
Hæg norðlæg eða breytileg átt og víða léttskýjað, en lítilsháttar él með norður- og austurströndinni. Kalt í veðri.
Á föstudag:
Hvöss sunnanátt með talsverðri rigningu og hlýnar. Vestlægari um kvöldið með skúrum eða slydduéljum og kólnar aftur.
Á laugardag:
Vestlæg átt og él eða skúrir, en léttskýjað austantil á landinu. Hiti kringum frostmark.
Spá gerð: 10.11.2019 08:49. Gildir til: 17.11.2019 12:00.
Hugleiðingar veðurfræðings
Í dag gengur í hraustlegan suðaustan storm, fyrst á SV-horni landsins upp úr hádegi. Með vindinum fylgir talsverð rigning á SA-verðu landinu. Gular viðvaranir eru í gildi um allt land, nema á Vestfjörðum, og er fólk hvatt til að fara að öllu með gát ef ferðast er á milli landshluta og sömuleiðis huga að hlutum sem geta fokið í nærumhverfi sínu. Í kvöld lægir síðan á SV-landi, en áfram verður hvasst NA-til fram eftir nóttu.
Á morgun er útlit fyrir mun hægari vind, en þó mun allhvass vindur blása um A-vert landið með talsverðri úrkomu á SA-landi. Á þriðjudag lægir almennilega í öllum landshlutum og dregur einnig úr úrkomu.