Jóhannes Stefánsson kom til Namibíu árið 2011, sendur af íslenska sjávarútvegsfyrirtækinu, Samherja hf, til að leita að viðskiptatækifærum. Til þess að framkvæma það verkefni sitt tók Jóhannes Stefánsson þátt í vafasömum greiðslum til stjórnmálamanna og kaupsýslumanna í Namibíu og Angóla.
Nú hefur hann sagt að samviska hans hafi truflað hann svo mikið að hann hafi orðið uppljóstrari til að binda endi á fyrirætlanir og starfsemi sem skaði hagkerfið í Namibíu og almenning þar í landi. Uppljóstranir Jóhannesar Stefánssonar gætu hjálpað Namibískum almenningi til að eignast mikil verðmæti í meira en 2,5 milljarðar dala sjávarútvegi. Skjölin sem hann afhenti, er mesti lekinn í sjávarútvegi í Namibíu frá sjálfstæði landsins.
„Ég var framkvæmdastjóri Arcticnam Fishing [í eigu íslensks sjávarútvegsfyrirtækis] frá 2013 til júlí 2016. Ég var ekki sammála mörgum af aðferðum Samherja eins og vegna leiguflugs sem greitt er af Namibíu, mútum og skattamálum. Sumt af þessu angraði mig meira en annað minna, en eftir brottför mína frá fyrirtækinu, fór ég að skilja miklu betur afleiðingar alls þessa á Namibíu, efnahagslífið og Namibíu.
Ég ætlaði ekki að vera hluti af því, þar sem ég lék stærsta hlutverkið í að koma Samherja til Namibíu og kynnti þá fyrir lykilmönnum í Namibíu. Það voru greiðslurnar til lykilmanna í Namibíu. Ég var ekki sammála þeim háu upphæðum sem greiddar voru. En kannski trúði ég því í upphafi að þetta væri eðlilegt í þessu starfsumhverfi og væri kannski hluti af því að vera í forystu lykilmanns hjá Samherja.
Ég lék stórt hlutverk í að semja um þessar greiðslur en ég borgaði alltaf með samþykki yfirmanna Samherja, bæði beint eða í gegnum aðra lykilmenn. Eftir brottför mína frá Samherja fór ég að átta mig á því hve langt bæði Samherji og lykilmenn í Namibíu hefðu gengið til að ræna Namibíu.
Það angraði mig mikið að sjá hagkerfið í Namibíu þjást og [sumir] hafa hag af spillingunni og fjárglæpum almennt. Ég vildi hjálpa til við að koma hlutunum í lag. Ég hitti rannsóknarteymið í Namibíu í ágúst 2018 og fann þá þörf hjá mér til að berjast gegn spillingu og fjárglæpum Samherja og lykilmannana í Namibíu. Mér fannst það gera samvisku minni gott að hefja þá vinnu. En ég vildi í raun þegar gera það árið 2016 en vilji minn óx með tímanum til að aðstoða, þar á meðal Namibíumenn.“
Lífverðir
,,Öryggi mitt hefur verið áhyggjuefni frá því ég yfirgaf félagið og líf mitt var í hættu. Ég hef þurft að vera sérstaklega varkár og ég er mjög heppinn að hafa gott fólk í kringum mig og lífverði sem hafa bjargað lífi mínu oftar en einu sinni. Þeir hafa reyndar komið í veg fyrir nokkrar tilraunir til að taka mig af lífi.“ Segir Jóhannes Stefánsson. Ég ferðast með lífvörðum þegar þess er þörf segir Jóhannes og sýnir myndir af lífvörðum sínum. Einnig vinn ég með yfirvöldum í sumum löndum til að tryggja að líf mitt sé öruggt.
Sennilega er ráðist á flesta uppljóstrara í heiminum með persónulegum árásum, til að reyna að skaða trúverðugleika þeirra til þess að þeir dragi sig í hlé. Ég mun líklega ekki vera nein undantekning og þeir sem vilja að ég hætti, munu mjög líklega byrja að ráðast á mig persónulega og ég reikna bara með því.
Ég tel að árásirnar á mig hafi byrjað fyrir þremur árum þegar ég hætti hjá fyrirtækinu og nú þegar sannleikurinn er að koma upp á yfirborðið, þá getum við búist við að miklu meira komi í ljós. Við verðum að hafa í huga að þeir sem standa á bak við spillingarfyrirtæki hafa ekki nein önnur ráð en að ráðast á þann sem ljóstrar upp leyndarmálunun. Sönnunin.. skjölin,, þau tala öll sínu máli og þau segja einnig hina sönnu sögu.“ Segir Jóhannes Stefánsson.
Rætt var við Jóhannes í The Namibian. Hefur þú áhuga á að hjálpa Fréttatímanum að vaxa og dafna?
Með því að styrkja Fréttatímann stuðlar þú að frjálsri og óháðri umfjöllun.