Í Facebook hópnum Beuty Tips hafa nokkrar konur stigið fram og talað um að hafa hafa verið svikin af HF – Design og teygja þessi meintu svik sig mánuði aftur í tímann.
Hvergi er að finna rekstrarfélag tengt HF Design og er Halldóra eigandi HF Design ekki heldur skráð með virðisaukaskattsnúmer, heldur eru kaupendur beðnir um að millifæra beint á hana.
Blaðamaður Fréttatímans hafði samband við hana símleiðis og tjáði hún blaðamanni að á síðunni hennar stæði að biðtími gæti verið allt að 8. vikur eftir pöntunum og að pósturinn væri ekki að láta einstaklinga vita þegar pakkinn væri kominn.
Blaðamaður fór yfir Facebook síðu hennar og var þar hvergi tekið fram að biðtími gæti verið allt að 8. vikur líkt og hún segir.
Fólk hefur verið að panta þetta með fyrirvara fyrir jólin og er ekki að fá þetta sent segir ein.
Ég pantaði hjá henni og hún lofaði að þau kæmu fyrir jól en ekkert kom!
Ég hafði samband við hana og hún sagði að það hafi verið vesen í póstinum og kom bara með lygar þegar ég bað um sendingarnúmer.
Þegar ég hafði aftur samband eftir jól þá lofaði hún að endurgreiða mér og ætlaði að leita af handklæðunum hjá sér.
Núna er hún hætt að svara mér og engin endurgreiðsla. Ég kommentaði á póst hjá henni áðan á HF design síðunni og því var strax eytt
Blaðamaður náði tali á öðrum einstakling sem pantaði af henni og tjáði Halldóra að handklæðin væru komin í póst en þegar sendingarnúmerið var skoðað þá hafði hún eingöngu bókað sendinguna í gegnum netið en aldrei mætt á staðinn með sjálfann pakkann.