Hugleiðingar veðurfræðings á Veðurstofu
Eftir vindasama daga er búið að lægja víðast hvar á landinu og í dag verður austan og norðaustan 3-10 m/s. Áfram mun þó blása á Vestfjörðum en þar verða 8-15 m/s fram á kvöld. Snjókoma eða él verður viðloðandi noðurströndina og Vestfirði en annars þurrt og bjart með köflum. Jólaveðrið lítur vel út um allt land, en útlit er fyrir hæga breytilega átt og stöku él eða slydduél, einkum á Norðaustur- og Suðvesturlandi og útlitið því gott í flestum landshlutum fyrir þá sem óska sér hvítra jóla.
Milli jóla og nýárs er síðan aftur von á umhleypingum en að þessu sinni sunnanátt með hækkandi hita og rigningu.
Spá gerð: 23.12.2019 08:09. Gildir til: 24.12.2019 00:00.
Veðurhorfur á landinu
Norðaustan 5-13 NV-til og á annesjum NA-lands í dag, annars hægari. Skýjað veður og snjókoma eða él við N- og A-ströndina. Hiti um frostmark.
Fremur hæg breytileg átt á morgun. Bjart með köflum, en snjókoma eða él A-lands og stöku él við SV-ströndina. Heldur kólnandi.
Spá gerð: 23.12.2019 09:38. Gildir til: 25.12.2019 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag (jóladagur):
Hæg suðlæg átt, skýjað með köflum og yfirleitt þurrt. Frost 0 til 8 stig.
Á fimmtudag (annar í jólum):
Austan 8-13 m/s við S-ströndina, annars hægari vindur. Skýjað veður og dálítil rigning eða slydda SA-til á landinu. Frost 0 til 5 stig, en 0 til 5 stiga hiti við S- og A-ströndina.
Á föstudag:
Austlæg átt og rigning eða slydda með köflum. Hiti yfirleitt 0 til 5 stig.
Á laugardag og sunnudag:
Suðlæg eða breytileg átt og rigning eða slydda með köflum.
Spá gerð: 23.12.2019 07:47. Gildir til: 30.12.2019 12:00.
Hugleiðingar veðurfræðings
Eftir vindasama daga er búið að lægja víðast hvar á landinu og í dag verður austan og norðaustan 3-10 m/s. Áfram mun þó blása á Vestfjörðum en þar verða 8-15 m/s fram á kvöld. Snjókoma eða él verður viðloðandi noðurströndina og Vestfirði en annars þurrt og bjart með köflum.
Jólaveðrið lítur vel út um allt land, en útlit er fyrir hæga breytilega átt og stöku él eða slydduél, einkum á Norðaustur- og Suðvesturlandi og útlitið því gott í flestum landshlutum fyrir þá sem óska sér hvítra jóla.
Milli jóla og nýárs er síðan aftur von á umhleypingum en að þessu sinni sunnanátt með hækkandi hita og rigningu.
Spá gerð: 23.12.2019 08:09. Gildir til: 24.12.2019 00:00.