Veðurstofan hefur gefið út appelsíungula viðvörun fyrir Suðurland, Faxaflóa, Breiðafjörð og Miðhálendið fyrri part morgundags.
Spáð er suðaustan stormi með allt að 25 metrum á sekúndu með snjókomu og síðan slyddu. Vindhviður geta orðið mjög hvassar eða varhugaverðar við fjöll, svo sem á Kjalarnesi, norðanverðu Snæfellsnesi, undir Hafnarfjalli og Eyjafjöllum þar sem hviður geta náð allt upp í 40 metra á sekúndu.
Nánar er hægt að sjá viðvaranir hér: https://www.vedur.is/vidvaranir
Umræða