Þrír vistaðir í fangageymslu
Klukkan ellefu í gærkvöld var óskað eftir aðstoð lögreglu vegna manns í annarlegu ástandi sem hótaði að drepa nágranna sína í fjölbýlishúsi í Breiðholti. Hann var handtekinn og vistaður í fangageymslu.
Um sjöleitið í gær var tilkynnt um líkamsárás. Ölvaður maður veittist að ökumanni þegar hann gerði athugasemd við að hann stóð úti á akbrautinni og var fyrir umferð. Lögreglan hafði uppi á árásarmanninum sem hafði reynt að fela sig í nærliggjandi atvinnuhúsnæði. Árásin verður væntanlega kærð. Minniháttar áverkar.
Karlmaður á þrítugsaldri var svo handtekinn um eittleitið í nótt fyrir að brjótast inn í bifreiðar og ógna tilkynnanda með hnífi þegar hann kom að honum. Maðurinn var handtekinn skömmu síðar í nágrenninu og vistaður í fangageymslu. Við leit fundust á honum meint fíkniefni, þýfi og hnúajárn.