Í vor verður hægt að fá ökuskírteini í síma. Fjölmargir nota nú símann sem greiðslukort, flugmiða o.s.fr.v. Stafræn ökuskírteini verða til hagsbóta fyrir fólk enda síminn oftast með í för og líkur á að þessu fylgi töluverð þægindi fyrir einstaklinga.
Stafrænt Ísland hefur á síðustu mánuðum unnið að útgáfu stafrænna ökuskírteina í samvinnu við Ríkislögreglustjóra til notkunar í snjallsíma innan Íslands. Mikil þróun hefur verið á undanförnum árum í notkun öruggri snjallsímaþjónustu sem gerir það kleift að gefa ökuskírteini út með öðrum hætti en á plastkortum.
Ökuskírteinagrunnur og afgreiðslukerfi ökuskírteina er komið til ára sinna og kallaði á stafræna lausn til þæginda fyrir almenning. Nú er tæknileg útfærsla tilbúin og ekkert því til fyrirstöðu að hefja útgáfu á stafrænum ökuskírteinum fyrir snjallsíma, jafnt fyrir Android og iOS stýrikerfi.
Notendur mun geta fengið stafrænu ökuskírteinin með því að sækja um þau á Ísland.is, sem tryggir að örugga afhendingu þeirra með rafrænum skilríkjum. Stefnt er að því að koma stafrænum ökuskírteinum í gagnið fyrir 1. júní 2020.
Dómsmálaráðherra sýnir meðal annars hvernig ökuskírteini kemur í Apple Pay á Instagram