Covid-19 veiran
Eins og þegar komið hefur fram fjölmiðlum hafa 3 einstaklingar greinst með veiruna og eru þeir allir í einangrun á sjúkrahúsi á höfuðborgarsvæðinu.
Umdæmissóttvarnalæknir á Vestfjörðum og almannavarnir hafa og munu eiga reglulega fundi um aðgerðir til að sporna við útbreiðslu veirunnar. Lögreglan á Vestfjörðum hvetur til þess að allir fylgi leiðbeiningum sem koma frá Sóttvarnalækni, Landlækni, Almannavörum sem og öðrum viðeigandi yfirvöldum. Þá er veiran enn að breiðast út erlendis.
Hér eru m.a. leiðbeiningar til almennings: Landlæknir
Umræða