Karlmaður um þrítugt er látinn eftir umferðarslys sem varð á Reykjanesbraut í Kópavogi fyrir hádegi á þriðjudag í síðustu viku. Þar rákust saman þrír fólksbílar sem var ekið suður Reykjanesbraut, nálægt Orkunni, en maðurinn sem lést var farþegi í einum bílanna.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaka tildrög slyssins.
Umræða