• Auglýsingar
  • Fréttaskot
  • Hafa samband
  • Styrkja
  • Innskráning
  • Nýskráning
Sunnudagur, 16. nóvember 2025
FRÉTTATÍMINN
  • Forsíða
  • Fréttir
    • Innlent
    • Erlent
    • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Veiði
  • Afþreying
  • Neytendur
  • Forsíða
  • Fréttir
    • Innlent
    • Erlent
    • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Veiði
  • Afþreying
  • Neytendur
No Result
View All Result
FRÉTTATÍMINN
No Result
View All Result
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur

 

 

Lögreglustöðin við Hverfisgötu

Skráð voru 514 hegningarlagabrot á höfuðborgarsvæðinu í mars

Ritstjórn skrifað af Ritstjórn
1. apríl 2020
in Fréttir, Innlent
A A
0

Skráð voru 514 hegningarlagabrot á höfuðborgarsvæðinu í mars og fækkaði þessum brotum á milli mánaða. Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fyrir mars 2020. Tilkynningar um þjófnaði fækkaði á milli mánaða og var þar helst að sjá fækkun á þjófnaði á farsímum. Tilkynningum um innbrot fækkaði einnig töluvert á milli mánaða og fækkaði innbrotum í ökutæki þar hlutfallslega mest.
Skráðum ofbeldisbrotum fækkaði nokkuð á milli mánaða og á fækkunin við um bæði minniháttar og meiriháttar líkamsárásir. Tilkynningum um heimilisofbeldi fjölgaði þó á milli mánaða.
Skráðum fíkniefnabrotum fækkar lítillega á milli mánaða og var eitt stórfelld fíkniefnabrot skráð á höfuðborgarsvæðinu í mars. Tilkynningum þar sem ökumaður var grunaður um akstur undir áhrifum ávana-og fíkniefna fækkaði töluvert á milli mánaða líkt og tilkynningum þar sem ökumaður var grunaður um ölvun við akstur.
Í mars voru skráð 564 umferðarlagabrot (að hraðamyndavélum undanskildum). Það sem af er ári hafa verið skráð um 24 prósent færri umferðarlagabrot á höfuðborgarsvæðinu en að meðaltali á sama tíma síðustu þrjú ár á undan. Vert er að taka fram að skráðum umferðarlagabrotum fækkaði töluvert miðaða við útreiknuð mörk fyrir síðustu sex og síðustu 12 mánuði á undan.
Hafa ber í huga að tölur fyrir mars eru teknar út tveimur vikum fyrr en venjulega sem getur haft áhrif á fjölda skráðra mála og því mikilvægt að túlka þróun í mars 2020 mjög varlega.
Tölur fyrir mars verða uppfærðar í næstu skýrslu.
 
 

Umræða
ShareTweet
Ritstjórn

Ritstjórn

AUGLÝSING
  • Nýtt flugfélag í Keflavík

    Nýtt flugfélag í Keflavík

    76 deilingar
    Share 30 Tweet 19
  • ,,Morðinginn er enn á lífi og það er vitað hver hann er“

    86 deilingar
    Share 34 Tweet 22
  • Var Eggert myrtur? – Dularfullt andlát

    48 deilingar
    Share 19 Tweet 12
  • Eftirlýst kona handtekin

    98 deilingar
    Share 39 Tweet 25
  • Egill greiddi 17.776 krónur fyrir klukkustund í bílastæðagjald

    43 deilingar
    Share 17 Tweet 11
AUGLÝSING

Fréttatíminn © 2023

Hæ!

Login to your account below

Gleymt Lykilorð Nýskráning

Create New Account!

Fill the forms bellow to register

Fylla þarf út alla reiti. Skrá inn

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Skrá inn

Add New Playlist

No Result
View All Result
  • Fréttir
    • Innlent
    • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur

Fréttatíminn © 2023

Are you sure want to unlock this post?
Unlock left : 0
Are you sure want to cancel subscription?