Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú alvarlega líkamsárás sem átti sér stað í húsi í Hafnarfirði í byrjun mánaðarins.
Þar veittist hópur manna að þremur mönnum með grófum hætti, en talið er að bareflum hafi verið beitt við árásina. Einn þeirra sem fyrir árásinni varð var fluttur á slysadeild, en hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. Fjórir menn voru handteknir í þágu rannsóknarinnar, en hún snýr einnig að frelsissviptingu og broti á vopnalögum.
Þá hafa enn fremur verið framkvæmdar nokkrar húsleitir í tengslum við málið. Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.
Umræða