Ekið var á 12 ára dreng á hjóli í Garðabæ og var drengurinn fluttur með sjúkrabifreið á Bráðadeild og er líklega fótbrotinn eftir slysið.
Þá var bifhjól stöðvað á Vesturlandsvegi við Suðurlandsveg eftir hraðamælingu 164 km/klst. en leyfður hámarkshraði er 80 km/klst. Ökumaðurinn var færður á lögreglustöð og sviptur ökuréttindum til bráðabirgða.
Svartur köttur?
Tilkynnt var um hjólaslys í austurbæ Reykjavíkur þar sem maður hafði dottið af hjóli sínu eftir að köttur hljóp í veg fyrir hann. Maðurinn var illa áttaður eftir óhappið og kvartaði um verk í öxl og brjóstkassa og var hann fluttur með sjúkrabifreið til aðhlynningar á Bráðadeild.
Þá voru nokkrir teknir grunaðir um fíkniefna- og ölvunarakstur sem voru með eða án ökuleyfa.