Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra sagði í kvöldfréttum Stöðvar tvö í kvöld sem náði sambandi við hann, þar sem hann var staddur á Dalvík að hann vilji að grásleppa verði sett í kvóta. Sjómenn eru æfir yfir því að hann hafi stöðvað grásleppuveiðar fyrirvaralaust og sjómenn hafa í dag, sunnudag verið að ná í veiðarfæri sín, þ.e.a.s þeir sem náðu að hefja veiðar. Gríðarlegt tjón er vegna þessarar stöðvunar hjá þeim sem hafa kostað mikið til í veiðarfæri ofl. og ætluðu með báta sína á veiðar en þeim er nú fyrirvaralaust bannað að nýta fjárfestinguna til 2021.
Smábátaeigendur víða um land hafa mótmælt aðgerðinni og hafa sumir sagt að þessi fyrirvaralausa aðgerð sé til að þvinga smábátasjómenn inn í framsals- og kvótabraskskerfið með grásleppu líkt og tíðkast með aðrar fisktegundir á Íslandi. Þá hafa strandveiðimenn krafist þess að vera með frjálsar strandveiðar og utan kvóta undanfarnar vikur og hafa þau mótmæli ekki farið framhjá neinum.
„Þetta er illskiljanlegt því að það er alltof lítill fyrirfari. Veiðar ganga vel. Virðist vera nóg að grásleppu. Svo ber hann við að þetta sé gert því þessu marki sé náð burtséð frá því að sumir eru búnir að veiða mikið, aðrir eru rétt byrjaðir og það getur hver maður séð hvað það felst mikil mismunun felst í þessu. Ég velti fyrir mér hvort að aðgerðin sé af því ráðherrann vill setja kvóta á tegundina,“ sagði Rögnvaldur Einarsson skipstjóri á VER AK 38 á Akranesi í samtali við Stöð tvö sem hefur fylgst vel með málinu.
Kristján Þór Júlíusson sagði enga launung á því að hann vilji setja kvóta á tegundina í viðtalinu við Stöð tvö.