Í nógu að snúast hjá lögreglunni á Vestfjörðum:
Tilkynnt var um umferðaróhapp við gangamunna Vestfjarðaganga í Tungudal á þriðjudag í síðustu viku. Jeppabifreið hafði verið ekið utan í gangavegginn og varð óökufær eftir óhappið. Þegar lögreglan kom á vettvang vaknaði grunur um að ökumaður væri undir áhrifum fíkniefna. Var hann því handtekinn og fluttur á lögreglustöð vegna rannsóknar málsins.
Bílvelta varð á Hrafnseyrarheiði á föstudag. Ökumaður ásamt þremur börnum voru í bílnum. Þau sluppu öll án teljandi meiðsla, enda notuðu öryggisbelti og viðeigandi öryggisbúnað.
Grjótskriða féll á Vestfjarðaveg fyrir innan Auðshaug á Barðaströnd á laugardag. Um var að ræða 3-4 tonna grjót að sögn tilkynnanda. Vegagerðin brást skjótt við og hreinsaði veginn.
Talsvert var um kvartanir vegna samkvæmishávaða í heimahúsum á Ísafirði um sl. helgi. Lögregla var kölluð til og lofuðu aðilar að stilla hávaða í hóf og taka tillit til nágranna. Lögreglan vill minna, sérstaklega þá sem búa í fjölbýlishúsum, á að taka tillit til náranna sinna.
Lögreglan framkvæmdi húsleit í heimahúsi í Bolungarvík sl. föstudag þar sem grunur hafði vaknað fíkniefnameðhöndlun þar. Við húsleitina fannst ætlað kókaín, sterar og ýmsar óþekktar töflur sem lagt var hald á. Þetta var þó í litlum mæli. Tveir aðilar voru handteknir í kjölfarið og yfirheyrðir. Fíkniefnaleitarhundurinn Tindur aðstoðaði lögreglumenn við leitina.
Á laugardaginn stöðvaði lögreglan för ökumanns sem var að koma akandi frá Reykjavík til Ísafjarðar. Grunur hafði vaknað um að sá væri með fíkniefni í fórum sínum. Við leitina í bílnum fannst töluvert magn fíkniefna, n.t.t. um 150 gr af kannabisefnum og um 50 gr. af ætluðu amfetamíni. Efnismagnið, eitt og sér, bendir til þess að þessi efni hafi átt að fara í dreifingu á Vestfjörðum. Ökumaðurinn kannaðist við efnin. Hann hefur áður komið við sögu vegna fíkniefnamála. Fíkniefnaleitarhundurinn Tindur tók þátt í þessari leit.
Hvatt er til þess að allir þeir sem búa yfir upplýsingum um fíkniefnameðhöndlun hafi samband við lögregluna í síma 444 0400 eða í einkaskilaboðum á facebooksíðu lögreglunnar. Einnig er hægt að skilja eftir talskilaboð í síma 800 5005.
Þá var aðili stöðvaður við akstur bifreiðar án ökuréttinda. Þetta var á Ísafirði í liðinni viku. Ökumaðurinn er jafnframt grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.
Þá var óskað aðstoðar lögreglu vegna manns sem var kominn, óboðinn, inn á heimili á Ísafirði aðfaranótt þriðjudagsins. Húsráðendur vöknuðu við að maðurinn var kominn inn í stofu. Lögreglan fjarlægði manninn út úr íbúðinni og var honum komið til síns heima. Ástæða er til að hvetja til þess að íbúðarhúsum sé læst, a.m.k. yfir nóttina þannig að óboðnir gestir sem þessir verði ekki á vegi íbúa eða raski næturró.
Númer voru fjarlægð af átta bifreiðum í vikunni sem leið vegna vanrækslu á lögbundinni skoðunarskyldu og vangreiddum tryggingum. Átta ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur. Sá sem hraðast ók reyndist vera á 122 km/hraða á Djúpvegi í Arnkötludal þar sem leyfilegur hraði eru 90 km.
Lögreglan framkvæmdi húsleit í heimahúsi í Bolungarvík sl. föstudag þar sem grunur hafði vaknað fíkniefnameðhöndlun þar. Við húsleitina fannst ætlað kókaín, sterar og ýmsar óþekktar töflur sem lagt var hald á. Þetta var þó í litlum mæli. Tveir aðilar voru handteknir í kjölfarið og yfirheyrðir. Fíkniefnaleitarhundurinn Tindur aðstoðaði lögreglumenn við leitina.
Á laugardaginn stöðvaði lögreglan för ökumanns sem var að koma akandi frá Reykjavík til Ísafjarðar. Grunur hafði vaknað um að sá væri með fíkniefni í fórum sínum. Við leitina í bílnum fannst töluvert magn fíkniefna, n.t.t. um 150 gr af kannabisefnum og um 50 gr. af ætluðu amfetamíni. Efnismagnið, eitt og sér, bendir til þess að þessi efni hafi átt að fara í dreifingu á Vestfjörðum. Ökumaðurinn kannaðist við efnin. Hann hefur áður komið við sögu vegna fíkniefnamála. Fíkniefnaleitarhundurinn Tindur tók þátt í þessari leit.
Hvatt er til þess að allir þeir sem búa yfir upplýsingum um fíkniefnameðhöndlun hafi samband við lögregluna í síma 444 0400 eða í einkaskilaboðum á facebooksíðu lögreglunnar. Einnig er hægt að skilja eftir talskilaboð í síma 800 5005.
Þá var aðili stöðvaður við akstur bifreiðar án ökuréttinda. Þetta var á Ísafirði í liðinni viku. Ökumaðurinn er jafnframt grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.
Þá var óskað aðstoðar lögreglu vegna manns sem var kominn, óboðinn, inn á heimili á Ísafirði aðfaranótt þriðjudagsins. Húsráðendur vöknuðu við að maðurinn var kominn inn í stofu. Lögreglan fjarlægði manninn út úr íbúðinni og var honum komið til síns heima. Ástæða er til að hvetja til þess að íbúðarhúsum sé læst, a.m.k. yfir nóttina þannig að óboðnir gestir sem þessir verði ekki á vegi íbúa eða raski næturró.
Númer voru fjarlægð af átta bifreiðum í vikunni sem leið vegna vanrækslu á lögbundinni skoðunarskyldu og vangreiddum tryggingum. Átta ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur. Sá sem hraðast ók reyndist vera á 122 km/hraða á Djúpvegi í Arnkötludal þar sem leyfilegur hraði eru 90 km.
Umræða