Matvælastofnun varar við neyslu á Eat Natural orkustykkjum frá breska fyrirtækinu Hand2mouth sem Costco flytur inn og selur í verslun sinni vegna hættu á salmonellu. Costco á Íslandi hefur haft samband við sína viðskiptavini sem keypt hafa vöruna og innkallað hana, í samráði við Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis.
Innköllunin á einungis við eftirfarandi lotur:
- Vara: Brazil & sultana með jarðhnetum og möndlum
- Vörumerki: Eat Natural
- Stærð og strikanúmer:
35g stk. 96003787
4x 35g pakki 5013803666712
50g stk. 50676262
3x 50g pakki 5013803666149
12x 50g kassi 50138803621247
20x 50g ýmsar tegundir 5013803666385 - Best fyrir: ÁGÚ 2020, SEP 2020, OKT 2020, NÓV 2020, DES 2020, JAN 2021, FEB 2021, MAR 2021, APR 2021, MAÍ 2021, JÚN 2021, JÚL 2021
- Dreifing: Verslun Costco
Viðskiptavinir geta fengið vöruna endurgreidda samkvæmt leiðbeiningum í fréttatilkynningu Costco hér að neðan.
Umræða